Á samfélagsmiðlum Akureyrarbæjar er liðurinn Akureyringar - þar sem ýmsir íbúar bæjarins eru kynntir og er nú komið að þriðja íbúanum sem að þessu sinni er Grímseyingur.
Í vikunni voru sett upp tvö skilti tengd Norðurstrandarleiðinni (e. Arctic Coast Way) sem greina annarsvegar frá eðli heimskautsbauganna og hinsvegar sögu Grímseyjar.
Í byrjun sumars vann hollenska listakonan og leiðsögumaðurinn Floortje Zonneveld að sjónrænu listaverki (e. visual art) í Grímsey og setti upp sýningu með afrakstur vinnunnar í lok júní.
Sólstöðuhátíðin var haldin í Grímsey um liðna helgi, þrátt fyrir frekar þungbúna spá rættist ágætlega úr veðrinu en miðnætursólin lét samt lítið fyrir sér fara.