GRÍMSEYJARVINAFÉLAGIÐ
Grímseyjarvinafélagið var stofnað 11. nóv. 2006. Stofnfundurinn var haldinn í Safnaðarheimili Neskirkju. Helgi Daníelsson setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna og flutti kveðju frá Pétri Sigurgeirssyni biskupi og Halldóri Blöndal alþingismanni. Hlín Daníelsdóttir var skipuð fundarritari og Björn Friðfinnsson fundarstjóri. Björn kynnti lög félagsins og bar þau upp til samþykktar. Þá flutti hann stutt æviágrip Willards Fiske, en stofnfundurinn var haldinn á fæðingardegi hans.
Helgi Daníelsson var kosinn formaður og eru aðrir í stjórn þau Björn Friðfinnsson og Siggerður Bjarnadóttir. Varastjórn: Sigurður Guðmarsson og Ragnhildur Garðarsdóttir.
Það voru 50 manns sem sóttu fundinn sem tókst í alla staði mjög vel. Félagar eru nú um 100 talsins. Þeir sem vilja gerast félagar geta sent tölvupóst til: helgidan@gmail.com.