Fréttir

Mynd: Friðþjófur Helgason

Mikil fjölgun ferðamanna í Grímsey

Samkvæmt farþegatölum frá Grímseyjarferjunni Sæfara voru farþegar ferjunnar 3.088 árið 2007 en 6.535 árið 2012. Farþegafjöldinn hefur því rúmlega tvöfaldast á 5 árum og eru erlendir farþegar í meirihluta 6 mánuði ársins. Til viðbótar hafa skemmtiferðaskip einnig viðkomu í Grímsey og er von á fjórum þeirra næsta sumar. Árið 2008 var tekin í notkun ný Grímseyjarferja fyrir 108 farþega og siglir hún þrisvar sinnum í viku á milli Dalvíkur og Grímseyjar allan ársins hring.
Lesa fréttina Mikil fjölgun ferðamanna í Grímsey
Thys de Vlieger og Astrid Nobel .

"Kyrrðin í Grímsey er dásamleg"

Hollenska listakonan Astrid Nobel dvaldist í Grímsey á dögunum en þangað kom hún í fyrsta sinn fyrir þremur árum síðan. Þá tók hún margar ljósmyndir af sjónum sem höfðu mikil áhrif á hana og hennar listsköpun. “Í Grímsey er einfaldlega dásamlegt að vera og þótt að veðrið hafi ekki verið upp á sitt allra besta þá bætti kyrrðin það sannarlega upp,” segir Astrid.
Lesa fréttina "Kyrrðin í Grímsey er dásamleg"
Þorrablót í Grímsey

Þorrablót í Grímsey

Þorrablót verður haldið í Grímsey á morgun, föstudag, í félagsheimilinu Múla kl. 20.00. Skemmtidagskráin er sneisafull af heimatilbúnum skemmtiatriðum eyjarskeggja sem munu vafalaust vekja mikla katínu. Veislustjórn verður í höndum Birgis Arasonar og hljómsveitin Í sjöunda himni leikur fyrir dansi fram á rauða nótt.
Lesa fréttina Þorrablót í Grímsey
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir.

Saltkjöt og baunir í Múla

Sprengidagur var haldinn hátíðlegur í Grímsey í gær og komu eyjarskeggar saman í félagsheimilinu Múla og borðuðu saman saltkjöt og baunir eins og venjan er á þessum degi. Það voru konur í Kvennfélaginu Baugi sem höfðu veg og vanda að eldamennskunni og nutu á bilinu 50-60 manns veiganna.
Lesa fréttina Saltkjöt og baunir í Múla
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir.

"Bollað" í Grímsey

Bolludagurinn er í dag og honum fagna landsmenn með ýmiskonar hætti. Grímseyingar eru þar engin undantekning og kl. 4.00 í nótt hittust grunnskólakrakkar Grímseyjar í félagsheimilinu Múla til þess að leggja á ráðin. Eftir stuttan fund lá leið þeirra í syðsta hús eyjarinnar þar sem haldið var rakleiðis inn í svefnherbergi húsráðenda og þeir “bollaðir”. Að þessari heimsókn lokinni tók sú næsta við og klukkutíma síðar höfðu krakkarnir heimsótt öll ólæst hús í Grímsey. Húsráðendur voru margir hverjir undirbúnir og verðlaunuðu gestina með sælgæti. Hefð er fyrir því að gefa frí í skólanum í Grímsey á bolludag í stað öskudags og krakkarnir geta því notið sælgætisins í ró og næði það sem eftir lifir dagsins.
Lesa fréttina "Bollað" í Grímsey
Hrognkelsi. Mynd: Visindavefurinn.is.

Vorboðinn kominn í Grímsey

Fyrstu rauðmagar ársins veiddust við Grímsey í síðustu viku en þar á bæ eru þeir kallaðir vorboðar, órækur vitnisburður um að sólin hækkar á lofti og líður að vori. Rauðmagarnir fengust í net sem eru lögð yfir vetartímann á um 50-60 faðma dýpi og eru látin liggja í sólarhring í senn.
Lesa fréttina Vorboðinn kominn í Grímsey
Mynd: Friðþjófur Helgason.

Almenningshlaup í Grímsey

Norðurheimskautsbaugshlaup TVG-Zimsen fer fram í Grímsey á morgun, laugardag, í fyrsta sinn. Hlaupið hefst kl. 11.00 við félagsheimilið Múla og verða tvær leiðir í boði. Annars vegar verður hlaupinn einn hringur í kringum Grímsey en hann telur tæpa tólf kílómetra og hins vegar verða hlaupnir tveir hringir í kringum eyna, sem teljast þá rúmlega hálfmaraþon. Þetta er í fyrsta sinn sem efnt er til almenningshlaups í Grímsey og aldrei áður hefur verið hlaupið jafn norðarlega hér á landi.
Lesa fréttina Almenningshlaup í Grímsey
Mynd: Friðþjófur Helgason.

Samband íslenskra sveitarfélaga í Grímsey

Í dag, föstudag, fer fram reglubundinn stjórnarfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga. Vanalega er fundað í Reykjavík en að þessu sinni var ákveðið að bregða út af vananum og halda fundinn í Grímsey. Fundarmenn komu til Grímseyjar í morgun og að lokinni skoðunarferð um eyna tóku við fundarhöld í félagsheimilinu Múla. Alls eru um 40 mál til umfjöllunar og þar af 15 til afgreiðslu. Stjórnin heldur að fundi loknum til Húsavíkur og hittir þar sveitarstjórn Norðurþings.
Lesa fréttina Samband íslenskra sveitarfélaga í Grímsey
Sendiherra í Grímsey

Sendiherra í Grímsey

Sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, Luis E. Arreaga, upplifði sumarsólstöður við heimskautsbauginn í Grímsey ásamt eiginkonu sinni og tveimur barnabörnum. Ekkert þeirra hafði áður komið til Grímseyjar og var fjölskyldan var hæstánægð með daginn.
Lesa fréttina Sendiherra í Grímsey
Gaman á Grímseyjardögum

Gaman á Grímseyjardögum

Góð stemning var á Grímseyjardögum sem haldnir voru hátíðlegir um síðustu helgi í rjómablíðu og koppalogni. Mun fleiri sóttu hátíðina nú en í fyrra og naut fólk útiveru við alls kyns leiki frá morgni til kvölds og fram eftir nóttu í fögru sólsetri.
Lesa fréttina Gaman á Grímseyjardögum
Mynd: Ragnar Hólm

Grímseyjardagurinn 2012

Grímseyjardagurinn verður haldinn öðru sinni helgina 1.-3. júní nk. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá sem byggist á grímseyskum hefðum. Farið verður í kríueggjaleit, ratleiki, siglingar og fleira. Vanir menn síga í björg og sækja egg. Dagskránni lýkur síðan með glæsilegu sjávarréttahlaðborði í félagsheimilinu Múla að kvöldi laugardagsins.
Lesa fréttina Grímseyjardagurinn 2012