Fréttir

Mynd: Anna María Sigvaldadóttir

Mikið af eggjum í Grímsey

Löng hefð er fyrir eggjatínslu í björgunum í Grímsey og var hún mikilvæg búbót á árum áður. Eggjatínsla er ennþá í hávegum höfð hjá Grímseyingum og þykja eggin mikið lostæti. Farið var í fyrsta bjargsigið í gær, sunnudaginn 11. maí, og var afraksturinn mikill.
Lesa fréttina Mikið af eggjum í Grímsey
Mynd: Ragnar Hólm

Páskalundi í Grímsey

Lundinn er nú farinn að sækja heim að varpslóðum í Grímsey eftir vetrardvölina, en þar eru einar af stærstu lundabyggðum Íslands. Hann fór að sjást við Grímsey þann 28. mars, einum degi fyrr en vanalega. Lundinn heldur sig fyrst um sinn úti á sjó en leitar síðan upp á eyjuna eftir miðjan apríl.
Lesa fréttina Páskalundi í Grímsey
Ærin Sólgul og lambdrottningin Levý. Mynd: Hulda Signý Gylfadóttir

Lambdrottningin Levý

Sauðburður er hafinn í Grímsey en þar eru tvö fjárbú með um alls 120 ær. Í nótt bar ærin Sólgul, hún var tvílemd, hrúturinn dó en lambadrottningin Levý er hins vegar eldspræk.
Lesa fréttina Lambdrottningin Levý
Krakkarnir úr Grímsey á Amtsbókasafninu.

Góðir gestir í bænum

Krakkarnir í Grímseyjarskóla voru í heimsókn á Akureyri í síðustu viku þegar vetrarfrí var í grunnskólanum. Krakkarnir eru á aldrinum 6-14 ára en í Grímsey er kennt í 1. til 8. bekk en eftir það verða börnin að sækja sér frekari menntun til Akureyrar.
Lesa fréttina Góðir gestir í bænum
Steve Christer frá Studio Granda og Kristinn E. Hrafnsson.

Tillaga Kristins E. Hrafnssonar og Studio Granda valin

Niðurstaða dómnefndar í samkeppni um nýtt kennileiti fyrir heimskautsbautinn í Grímsey var tilkynnt í dag, mánudaginn 10. mars kl. 14 í Menningarhúsinu Hofi. Dómnefnd var einróma um vinningstillöguna sem er unnin af Kristni E. Hrafnssyni og Studio Granda. Samkeppnin var opin hönnuðum, arkitektum og myndlistamönnum. Skilafrestur gagna var til 31. janúar 2014 og verðlaunaféð var 1.000.000 kr.
Lesa fréttina Tillaga Kristins E. Hrafnssonar og Studio Granda valin
Mynd: Friðþjófur Helgason.

Samkeppni um nýtt kennileiti

Akureyrarbær, í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands, efnir til hugmyndasamkeppni um nýtt kennileiti fyrir heimskautsbauginn í Grímsey. Kennileitinu er ætlað að vekja athygli á Grímsey sem ferðamannastað. Verðlaunaféð er 1.000.000 kr. auk vsk. og verður veitt fyrir þá tillögu sem valin verður í fyrsta sæti. Samkeppnin er opin hönnuðum, arkitektum og myndlistamönnum. Skilafrestur gagna er til 31. janúar 2014.
Lesa fréttina Samkeppni um nýtt kennileiti
Mynd: Friðþjófur Helgason.

Tólf skip til Grímseyjar

„Eins og staðan er í dag hafa tólf skemmtiferðaskip boðað komu sína til Grímseyjar næsta sumar en á þessu ári voru skipin aðeins fjögur, þannig að þetta er sannarlega mikil og ánægjuleg aukning,“ segir Pétur Ólafsson skrifstofurstjóri Hafnasamlags Norðurlands. Hann segir að þessi mikla aukning komi verulega á óvart.
Lesa fréttina Tólf skip til Grímseyjar
Þátttakendur í hlaupinu 2012.

Norðurheimskautsbaugshlaupið

Laugardaginn 7. september nk. verður Norðurheimskautsbaugshlaup TVG Zimsen þreytt í annað skipti í Grímsey. Boðið verður upp á tvær hlaupaleiðir: Einn tæplega 12 km hring í eynni eða tvo hringi – milli 23 og 24 km. Tímataka verður á báðum leiðum. Drykkir verða í boði á drykkjarstöðvum á leiðinni. Ræst verður í hlaupið kl. 11.00 við félagsheimilið Múla.
Lesa fréttina Norðurheimskautsbaugshlaupið
Mynd: María Tryggvadóttir

Stórgrýti flutt til Grímseyjar

Í sumar hefur verið unnið að því að flytja mikið magn af efni til Grímseyjar til að styrkja aðalhafnargarðinn í eyjunni, en hann hefur látið á sjá vegna ágangs sjávar. Samið var við verktakann Árna Helgason ehf. um að vinna stórgrýti úr grjótnámunni við Garð í Ólafsfirði.
Lesa fréttina Stórgrýti flutt til Grímseyjar
Mynd: María Tryggvadóttir

Gott veður og mikið um ferðamenn

Veður hefur verið mjög gott í Grímsey í sumar og mikið um ferðamenn. Hríseyjarferjan Sæfari, sem getur tekið allt að 108 farþega, hefur því stundum verið fullbókuð. Aðstæður til siglinga hafa einnig verið með besta móti í sumar og ölduhæðin hefur verið um 0.2 metrar marga daga í röð sem er mjög sjaldgæft á Grímseyjarsundi.
Lesa fréttina Gott veður og mikið um ferðamenn
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir

Sprenging í Grímsey

Um helgina fannst virkt kafbátanjósnadufl frá tímum kalda stríðsins í fjörunni við Grímsey. Voru sprengjusérfræðingar frá Landhelgisgæslunni kallaðir til og komu þeir til Grímseyjar á sunnudaginn með björgunarþyrlunni TF-LIF.
Lesa fréttina Sprenging í Grímsey