Mikið af eggjum í Grímsey
Löng hefð er fyrir eggjatínslu í björgunum í Grímsey og var hún mikilvæg búbót á árum áður. Eggjatínsla er ennþá í hávegum höfð hjá Grímseyingum og þykja eggin mikið lostæti. Farið var í fyrsta bjargsigið í gær, sunnudaginn 11. maí, og var afraksturinn mikill.
12.05.2014 - 10:11
Lestrar 405