Fréttir

Mynd: Friðþjófur Helgason.

Fyrirhuguðum fundi frestað

Fyrirhuguðum fundi sem halda átti í Grímsey á morgun, miðvikudaginn 28. janúar, og blaðamannafundi á Akureyri morguninn eftir, hefur verið aflýst af óviðráðanlegum orsökum.
Lesa fréttina Fyrirhuguðum fundi frestað
Mynd: Friðþjófur Helgason.

Úthlutun byggðakvóta

Fiskistofa auglýsir eftir umsóknum um byggðakvóta til fiskiskipa fyrir eftirtalin byggðarlög skv. Ákvæðum reglugerðar nr. 652/2014 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2014/2015:
Lesa fréttina Úthlutun byggðakvóta
Daniel Willard Fiske Minnst í Grímsey

Daniel Willard Fiske Minnst í Grímsey

Á morgun, þriðjudaginn 11. nóvember, verður haldið upp á fæðingardag velgjörðarmanns Grímseyinga, Bandaríkjamannsins Daniels Willards Fiske, en sá dagur er ávallt haldinn hátíðlegur í Grímsey.
Lesa fréttina Daniel Willard Fiske Minnst í Grímsey
Svamlað í sjónum við heimskautsbaug.

Sjósund við Grímsey

Árni Georgsson skellti sér í sjósund norður fyrir heimskautsbauginn í Grímsey með tengdaföður sínum fyrir skemmstu og var alsæll með upplifunina. "Sveinn tengdafaðir minn hafði áður synt í Suður-Íshafinu og því fannst honum gráupplagt að loka hringnum með því að synda líka í Norður-Íshafinu," sagði Árni í viðtali við Akureyri.is.
Lesa fréttina Sjósund við Grímsey
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir

BBC í Grímsey

Tökulið á vegum BBC var í Grímsey í júlí að taka upp sjónvarpsefni um lífríki eyjarinnar. Þeir komu einnig í vor og tóku myndir þegar eggjatínsla stóð sem hæst. Upptökurnar í Grímsey verða hluti af kvimyndinni "Fótspor risanna" sem fjallar um mannlíf og náttúru Íslands ...
Lesa fréttina BBC í Grímsey
Photo by DannyK photography.

Brúðkaup í Grímsey

Sífellt fleiri ferðamenn leggja leið sína til Grímseyjar og eru helstu ástæðurnar heimskautsbaugurinn, lundabyggðin og sólarlagið. Í sumum tilvikum er erindið þó annað. Bandaríkjamennirnir Virginia Mahacek og Harold Schamback voru búin að stefna að Íslandsferð lengi og þegar stundin loksins rann upp, ákváðu þau að láta pússa sig saman í leiðinni.
Lesa fréttina Brúðkaup í Grímsey
Kynjaverur við höfnina

Kynjaverur við höfnina

Í sumar var haldið námskeið fyrir grunnskólabörn í Grímsey og var áherslan á skrímsli og kynjaskepnur. Unnið var út frá bókinni "Íslenskar kynjaskepnur" eftir Jón Baldur Hlíðberg og Sigurð Ægisson og var leiðbeinandi námskeiðsins Brynhildur Kristinsdóttir.
Lesa fréttina Kynjaverur við höfnina
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir

Nýtt slitlag í Grímsey

Undanfarið hafa verið miklar framkvæmdir í gangi í Grímsey. Búið er að leggja nýtt slitlag á flugbrautina og á veginn frá flugvellinum og að höfninni.
Lesa fréttina Nýtt slitlag í Grímsey
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir

Mikið af eggjum í Grímsey

Löng hefð er fyrir eggjatínslu í björgunum í Grímsey og var hún mikilvæg búbót á árum áður. Eggjatínsla er ennþá í hávegum höfð hjá Grímseyingum og þykja eggin mikið lostæti. Farið var í fyrsta bjargsigið í gær, sunnudaginn 11. maí, og var afraksturinn mikill.
Lesa fréttina Mikið af eggjum í Grímsey
Mynd: Ragnar Hólm

Páskalundi í Grímsey

Lundinn er nú farinn að sækja heim að varpslóðum í Grímsey eftir vetrardvölina, en þar eru einar af stærstu lundabyggðum Íslands. Hann fór að sjást við Grímsey þann 28. mars, einum degi fyrr en vanalega. Lundinn heldur sig fyrst um sinn úti á sjó en leitar síðan upp á eyjuna eftir miðjan apríl.
Lesa fréttina Páskalundi í Grímsey
Ærin Sólgul og lambdrottningin Levý. Mynd: Hulda Signý Gylfadóttir

Lambdrottningin Levý

Sauðburður er hafinn í Grímsey en þar eru tvö fjárbú með um alls 120 ær. Í nótt bar ærin Sólgul, hún var tvílemd, hrúturinn dó en lambadrottningin Levý er hins vegar eldspræk.
Lesa fréttina Lambdrottningin Levý