Gott veður og mikið um ferðamenn

Mynd: María Tryggvadóttir
Mynd: María Tryggvadóttir

Veður hefur verið mjög gott í Grímsey í sumar og mikið um ferðamenn. Hríseyjarferjan Sæfari, sem getur tekið allt að 108 farþega, hefur því stundum verið fullbókuð. Aðstæður til siglinga hafa einnig verið með besta móti í sumar og ölduhæðin hefur verið um 0.2 metrar marga daga í röð sem er mjög sjaldgæft á Grímseyjarsundi.

Helsta aðdráttarafl eyjarinnar er heimskautsbaugurinn og fuglalífið en í eyjunni má m.a. finna eina stærstu lundabyggð landsins. Sjá nánar á grimsey.is.

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan