Samkeppni um nýtt kennileiti

Mynd: Friðþjófur Helgason.
Mynd: Friðþjófur Helgason.

Akureyrarbær, í samvinnu við Hönnunarmiðstöð Íslands, efnir til hugmyndasamkeppni um nýtt kennileiti fyrir heimskautsbauginn í Grímsey. Kennileitinu er ætlað að vekja athygli á Grímsey sem ferðamannastað. Verðlaunaféð er 1.000.000 kr. auk vsk. og verður veitt fyrir þá tillögu sem valin verður í fyrsta sæti. Samkeppnin er opin hönnuðum, arkitektum og myndlistamönnum. Skilafrestur gagna er til 31. janúar 2014.

Leitað er að myndrænu tákni fyrir eyjuna sem gæti orðið að aðdráttarafli í sjálfu sér og hægt er að nota á ólíka vegu, t.d. við gerð minjagripa. Kennileitið þarf að styrkja Grímsey og stöðu hennar sem nyrsta odda Íslands, á heimskautsbaugnum. Unnið verður með vinningshafa að frekari hönnun og útfærslu tillögunnar. Samkeppnin fer fram samkvæmt samkeppnislýsingu, fylgigögnum og samkeppnisreglum Hönnunarmiðstöðvar Íslands.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða styrkir verkefnið.

Hagnýtar upplýsingar um samkeppnina (stiklað á stóru):

Samkeppnin er opin menntuðum hönnuðum, arkitektum og myndlistamönnum. Ef teymi vinnur saman að tillögunni er nóg að einn úr því uppfylli menntunarkröfur.

Tillögunni skal skilað á að hámarki fjórum A3 pappaörkum auk greinagerðar að hámarki 1.000 orð. Keppendur skila inn þeim teikningum sem þeir telja útskýra verkið á sem skilmerkilegastan hátt. Gert er ítarlega grein fyrir þessu í keppnislýsingu sem hægt er hlaða niður á heimasíðu Hönnunarmiðstöðvar Íslands.

Dómnefnd skipa:

Tilnefndir af Akureyrarbæ:
• Logi Már Einarsson arkitekt, Akureyri. Formaður dómnefndar
• Friðþjófur Helgason ljósmyndari, Reykjavík
• Margrét Jónsdóttir leirlistakona, SÍM, Akureyri

Tilnefndir af HMÍ:
• Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landslagsarkitekt , FÍLA, Reykjavík
• Helga Jósepsdóttir vöruhönnuður HMÍ, Akureyri

Dómnefnd gerir skriflega grein fyrir vali. Dómnefnd er heimilt að hafna öllum tillögum.

Fyrirspurnarfrestur er til miðnættis 26. nóvember 2013. Fyrirspurnum skal beint í tölvupósti til trúnaðarmanns keppninnar, Þórhalls Kristjánssonar á samkeppni@honnunarmidstod.is. Svör við fyrirspurnum verða birt á heimasíðu Hönnunarmiðstöðvar viku eftir að fyrirspurnarfresti lýkur.

Skilafrestur samkeppnistillagna er til föstudagsins 31. janúar 2014 kl. 12.00.

Nánari upplýsingar og samkeppnisgögn er að finna á heimasíðu GRÍMSEYJAR og Hönnunarmiðstöðvar Íslands.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan