Laugardaginn 7. september nk. verður Norðurheimskautsbaugshlaup TVG Zimsen þreytt í annað skipti í Grímsey. Boðið verður upp á tvær hlaupaleiðir: Einn tæplega 12 km hring í eynni eða tvo hringi – milli 23 og 24 km. Tímataka verður á báðum leiðum. Drykkir verða í boði á drykkjarstöðvum á leiðinni. Ræst verður í hlaupið kl. 11.00 við félagsheimilið Múla.
Norðurheimskautshlaupið var í fyrsta skipti í september í fyrra og tókst með miklum ágætum og er óhætt að segja að hlauparar hafi skemmt sér hið besta. Hlaupaleiðin er sú sama og í fyrra – um stórbrotna náttúru Grímseyjar.
Skráning er í hlaupið á www.hlaup.is – annars vegar í 12 og hins vegar 24 km. Skráningu lýkur föstudaginn 31. ágúst kl. 22.00. Ekkert skráningargjald er í hlaupið.
Hvernig er hægt að komast út í Grímsey?
Flug með Flugfélagi Íslands - gisting í Grímsey
Fyrir þá sem kynnu að vilja fara tímanlega til Grímseyjar er
sem fyrr segir annars vegar í boði bátsferð með Sæfara frá Dalvík og hins vegar er Flugfélag Íslands með áætlunarflug til
Grímseyjar þrisvar sinnum í viku – þriðjudaga, föstudaga og sunnudaga. Farið frá Akureyri kl. 13.15 og frá Grímsey kl. 14.05.
Nánari upplýsingar hjá Flugfélagi Íslands – www.airiceland.is . Allar upplýsingar um gistingu
í Grímsey og annað gagnlegt um eyna er að finna á www.grimsey.is.
Sund í Grímsey
Að hlaupi loknu gefst hlaupurum kostur á því að skola af sér hlaupasvitann í sundlauginni í Grímsey. Verð kr. 550 fyrir fullorðna, kr.
200 fyrir 6 – 17 ára.
Frekari upplýsingar
Um skipulagningu hlaupsins sjá Einar Eyland (eey@eimskip.is), Óskar Þór Halldórsson (reynilundur6@gmail.com) og Kári Þorleifsson (kari.thorleifsson@gmail.com) Þeir veita allar
nánari upplýsingar.