Löng hefð er fyrir eggjatínslu í björgunum í Grímsey og var hún mikilvæg búbót á árum áður.
Eggjatínsla er ennþá í hávegum höfð hjá Grímseyingum og þykja eggin mikið lostæti. Farið var í fyrsta
bjargsigið í gær, sunnudaginn 11. maí, og var afraksturinn mikill.
Sigurður Bjarnason seig í efra Sandvíkurbjarg og bjóst ekki við mörgum eggjum en fleiri hundruð egg komu upp eftir sex sig. Með honum á bjargi voru
hjónin Magnús Bjarnason og Anna María Sigvaldardóttir sem tók meðfylgjandi mynd.