„Eins og staðan er í dag hafa tólf skemmtiferðaskip boðað komu sína til Grímseyjar næsta sumar en á þessu ári voru skipin aðeins fjögur, þannig að þetta er sannarlega mikil og ánægjuleg aukning,“ segir Pétur Ólafsson skrifstofurstjóri Hafnasamlags Norðurlands. Hann segir að þessi mikla aukning komi verulega á óvart.
„Í flestum tilvikum stoppa skipin í Grímsey í nokkra klukkutíma og gefst farþegum meðal annars kostur á að kynna sér fjölbreytt fuglalíf. Grímsey er staðsett á norðurheimsskautsbaugnum og því er hægt að upplifa einstaka miðnætursól að sumri til, þannig að farþegar skipanna verða örugglega ekki sviknir,“ segir Pétur.
Frétt af Vikudagur.is.