Fréttir

Sumarsólstöður á heimskautsbaugnum

Sumarsólstöður á heimskautsbaugnum

Sumarsólstöður eru 21. júní en þá er lengsti dagur ársins. Í Grímsey er hefð fyrir því að fagna þessum degi með því að njóta sólarlagsins en hvergi er betri staður til að njóta þess ef veður er gott, þar sem heimskautsbaugurinn sker þvert yfir eyjuna.
Lesa fréttina Sumarsólstöður á heimskautsbaugnum
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir.

Ég var einu sinni frægur sýnt í Grímsey

Leikritið Ég var einu sinni frægur var sýnt í félagsheimilinu Múla í Grímsey um helgina. Grímseyingar fjölmenntu á sýninguna en alls mættu 50 manns og skemmtu sér vel. í leikritinu leika þeir Þráinn Karlsson, Gestur Einar Jónasson og Aðalsteinn Bergdal sjálfa sig sem gamla, bitra og geðilla leikara sem halda jafnframt að þeir séu virtir, dáðir og sívinsælir.
Lesa fréttina Ég var einu sinni frægur sýnt í Grímsey
Friðþjófur Helgason og Helgi Daníelsson.

Grímseyingur nr. 1

Helgi Daníelsson, fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður og landsliðsmarkvörður í fótbolta, varð nýlega áttræður og þegar hann kom til Grímseyjar á dögunum héldu Grímseyingar honum óvænta afmælisveislu í Múla, félagsheimili eyjarinnar.
Lesa fréttina Grímseyingur nr. 1
Grímseyjardagar 2013

Grímseyjardagar 2013

Árlegir Grímseyjardagar verða haldnir um næstu helgi, 31. maí til 2. júní. Þá gera Grímseyingar sér glaðan dag, taka á móti gestum úr landi, bjóða upp á hnossgæti úr hafinu og kynna fyrir fólki grímseyska siði og venjur. Á þessum tíma árs er einmitt mjög góður tími til að heimsækja eyjuna og skoða sig þar um.
Lesa fréttina Grímseyjardagar 2013
Sundlaugin í Grímsey.

Framkvæmdir í Grímsey

Nú standa yfir miklar framkvæmdir í Grímsey, bæði við sundlaugina og hafnarsvæðið. Í fyrra komu í ljós miklar skemmdir við sundlaugarbygginguna og í maí hófust því framkvæmdir við að endurnýja allt burðarvirki og klæðningar innan sem utan.
Lesa fréttina Framkvæmdir í Grímsey
Fríður hópur skólakrakka.

Skólaferðalag til Akureyrar

Í síðasta mánuði fóru 13 skólakrakkar úr Grunnskóla Grímseyjar í þriggja daga skólaferðalag til Akureyrar. Krakkarnir tóku sér íbúð á leigu á besta stað í miðbæ Akureyrar og fóru víða.
Lesa fréttina Skólaferðalag til Akureyrar
Helga Hrund Þórsdóttir með annað lambið í fanginu.

Fyrstu lömbin

Sauðburður hófst um helgina í Grímsey. Var það ærin Fönn á búinu Stóra milljón sem bar tvær hvítar gimbrar. Lömbin voru stór og stæðileg og kallast Karen og Inga en daginn sem þau voru borin áttu feðgin í Grímsey afmæli, þau Karen Sigurðardóttir og Sigurður Ingi Bjarnason og nafnagiftin því þeim til heiðurs.
Lesa fréttina Fyrstu lömbin
Jarðskjálfti austur af Grímsey.

Jarðskjálfti austur af Grímsey

Snarpur jarðskjálfti, af stærð 5,5, varð kl. 00.59 þann 2. apríl með upptök í Skjálfandadjúpi, eða um 15 km austur af Grímsey. Mikil eftirskjálftavirkni hefur fylgt í kjölfarið og varð stærsti eftirskjálftinn, 4,3 að stærð, kl. 01.13.
Lesa fréttina Jarðskjálfti austur af Grímsey
Sjónvarpsfólkið í kaffipásu í Grímsey.

Þýska ríkissjónvarpið ARD í Grímsey

Í síðustu viku var sjónvarpsfólk frá þýsku ríkissjónvarpsstöðinni ARD statt í Grímsey við tökur á heimildaþætti um þorp og bæi við heimskautsbaug. Auk þess að taka upp efni í Grímsey er förinni heitið til Rússlands, Finnlands, Noregs, Svíþjóðar og Grænlands. Frá ARD komu Klaus Scherer, fréttamaður, Sandra Kotth, myndatökumaður, Kristian Baum, 2. myndatökumaður, Helmut Hansen hljóðmaður og Angela Andersen framleiðandi.
Lesa fréttina Þýska ríkissjónvarpið ARD í Grímsey
Kiwanisklúbburinn Grímur.

Mottumars í Grímsey

Mikil stemning hefur ríkt í Grímsey í marsmánuði þar sem karlmenn eyjarinnar hafa keppst við að safna yfirvaraskeggi í tilefni af Mottumars, árlegu átaki Krabbameinsfélagsins. Kiwanisklúbburinn Grímur tekur þátt í átakinu annað árið í röð og inn á vefsíðu átaksins, mottumars.is, má sjá árangur kappanna. Klúbburinn heitir eftir Grími nokkrum sem talinn er hafa verið fyrstur manna til að reisa sér bú í eyjunni. Auk þeirra félaga eru 14 einstaklingar skráðir til leiks í Grímsey og því mikil gróska í skeggsöfnun þeirra Grímseyinga.
Lesa fréttina Mottumars í Grímsey
Link Kokiri.

Synt í sjónum við Grímsey

Bandaríski ferðamaðurinn Link Kokiri dvaldist í Grímsey á dögunum og kunni vel við sig. Svo vel reyndar að hann synti allsnakinn í sjónum við eyna: “Ég gat ekki sleppt því tækifæri að synda í sjó norður fyrir heimskautsbauginn, “ svarar Link þegar hann er spurður um uppátækið.
Lesa fréttina Synt í sjónum við Grímsey