Verum ástfangin af lífinu - fyrirlestur með Þorgrími Þráinssyni 29. apríl

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur
Þorgrímur Þráinsson rithöfundur

Miðvikudaginn 29. apríl nk. býður Heilsuráð Akureyrarbæjar starfsfólki á fyrirlestur með Þorgrími Þráinssyni rithöfundi.

Það er ekki sjálfgefið að ná frábærum árangri í lífinu því flest okkar sofna í þægindahringnum og óttinn við að mistakast heldur sumum okkar frá því að láta draumana rætast.

Lífið er núna og hvert augnablik er dýrmætt. Það skiptir máli að setja sér markmið og gera góðverk, hrósa og vinna litla sigra alla dagdaga, vera besta útgáfan af sjálfum sér.

Fyrirlesturinn tekur um 70 mínútur og fyrirlesari Þorgrímur Þráinsson rithöfundur, sem er flestum kunnur fyrir bækur sínar.

Vinnustaðir eru hvattir til að fjölmenna á fyrirlesturinn sem hefst kl. 17 miðvikudaginn 29. apríl í Brekkuskóla.

VONUMST TIL AÐ SJÁ YKKUR SEM FLEST.

Heilsuráð Akureyrarbæjar

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan