Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Viltu læra á tölvur?

Viltu læra á tölvur?

Starfsmennt býður fjölda námskeiða í tölvufærni. Þetta eru vefnámskeið sem þú stundar hvar og hvenær sem þér hentar best. Þú færð kennsluefni sent í tölvupósti og vinnur svo og skilar verkefnum í samráði við kennara. Nám og þjónusta Starfsmenntar er félagsmönnum aðildarfélaga að kostnaðarlausu og eru Kjölur – stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu og SFR, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu með aðild að Starfsmennt. Öðrum er bent á starfsmenntunarsjóði sinna stéttarfélaga. Hægt er að nálgast framboð námskeiða hér.
Lesa fréttina Viltu læra á tölvur?
Heilsupistill Heilsuverndar

Heilsupistill Heilsuverndar

Heilsupistill janúar ber yfirskriftina Jafnvægi í lífi og starfi. Þar er fjallað stuttlega um mikilvægi jafnvægis á milli vinnu og einkalífs, hvernig hægt er að stuðla að auknu jafnvægi þar á milli og koma í veg fyrir neikvæð áhrif álags og/eða streitu á samveru og tengsl við fjölskyldu og vini. Pistilinn má nálgast með því að smella HÉR.
Lesa fréttina Heilsupistill Heilsuverndar
Hver vinnur Lífshlaupsbikar Akureyrarbæjar í ár?

Hver vinnur Lífshlaupsbikar Akureyrarbæjar í ár?

Skráning opnaði í dag á www.lifshlaupid.is fyrir Lífshlaupið 2018 sem hefst 31. janúar. Lífshlaupið er heilsu- og hvatningarverkefni Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem höfðar til allra. Markmið þess er að hvetja til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu hvort sem er í frítíma, vinnu, skóla eða við val á ferðamáta. Í ráðleggingunum segir að börn og unglingar ættu að hreyfa sig í minnst 60 mínútur daglega og fullorðnir ættu að stunda miðlugserfiða hreyfingu í minnst 30 mínútur daglega. Eins og í fyrra og árið á undan verður keppni á milli vinnustaða Akureyrarbæjar, en bæði árin stóð Oddeyrarskóli uppi sem sigurvegari eftir harða baráttu við aðra vinnustaði. Í ár vonumst við til að enn fleiri vinnustaðir blandi sér í baráttuna. Að keppni lokinni verða svo veitt verðlaun fyrir þann vinnustað sem stendur sig best. Á heimasíðunni lifshlaupid.is er að finna mikið af upplýsingum um átakið sem og leiðbeiningar um skráningu. Best er að smella á „vinnustaðakeppni" og þar má finna allar þær upplýsingar sem tengjast keppninni. Líkt og ávallt hvetur Heilsuráð Akureyrarbæjar alla til þess að taka þátt í Lífshlaupinu og skapa skemmtilega stemningu og auka félagsandann á vinnustaðnum.
Lesa fréttina Hver vinnur Lífshlaupsbikar Akureyrarbæjar í ár?
Áreitni - NEI TAKK!

Áreitni - NEI TAKK!

Aðilar vinnumarkaðarins hafa, ásamt fulltrúum ríkis og sveitarfélaga, undirritað sameiginlega viljayfirlýsingu gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustað. Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, undirritaði fyrir hönd sveitarfélaga. Nánari umfjöllun má finna á heimasíðu sambandsins og með því að smella HÉR.
Lesa fréttina Áreitni - NEI TAKK!
Bókaáskorun Amtsbókasafnsins

Bókaáskorun Amtsbókasafnsins

Amtsbókasafnið á Akureyri birti á dögunum bókaáskorun á Facebook síðu sinni. Bókaáskorunin gengur út á það að hvetja fólk til þess að lesa a.m.k 26 bækur á árinu 2018. Stofnaður hefur verið Facebook-hópurinn #26bækur fyrir átakið en þangað eru allir áhugasamir velkomnir. Í hópnum getur fólk deilt með öðrum hvaða bækur það er að lesa hverju sinni, veitt hvatningu og fengið hugmyndir. Bókaáskorunin hefur slegið í gegn og starfsfólk Amtsbókasafnsins afar hrært yfir stórkostlegum viðbrögðum. Í kjölfar mikils áhuga á áskoruninni sendi bókasafnið frá sér aðra áskorun sem er ætluð fyrir ungt fólk. Þar er skorað á unga fólkið að lesa 10 mismunandi bækur á árinu. Áskorarnirnar má sjá hér að neðan.
Lesa fréttina Bókaáskorun Amtsbókasafnsins
Starfsmennt - ný námskeið að hefjast

Starfsmennt - ný námskeið að hefjast

Starfsmennt býður nú upp á tvö ný og spennandi námskeið sem henta jafnt stjórnendum sem og starfsmönnum. Sætafjöldi er takmarkaður á námskeiðin og því mikilvægt að skrá sig sem fyrst! Námið er án kostnaðar fyrir alla aðildarfélaga Starfsmenntar. Frekari upplýsingar um nám og þjónustu má finna á www.smennt.is.
Lesa fréttina Starfsmennt - ný námskeið að hefjast
Áreitni á vinnustöðum, NEI TAKK!

Áreitni á vinnustöðum, NEI TAKK!

Fundur með yfirheitið Áreitni á vinnustöðum, NEI TAKK! verður haldinn á Grand hótel Reykjavík fimmtudaginn 11.janúar frá kl. 8.00-10.30. Markmið fundarins er að vekja athygli á mikilvægi forvarna á sviði vinnuverndar með áherslu á einelti, kynferðislega áreitni, kynbundna áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Hægt er að fylgjast með fundinum á netinu á slóð sem birt verður á heimasíðu Vinnueftirlitsins þegar fundurinn hefst á fimmtudagsmorguninn. Fundurinn er haldinn að frumkvæði stjórnar Vinnueftirlits ríkisins þar sem sæti eiga fulltrúar stærstu samtaka aðila vinnumarkaðarins auk fulltrúa ráðherra. Á heimasíðu Vinnueftirlitsins má finna dagskrá fundarins og allar frekari upplýsingar.
Lesa fréttina Áreitni á vinnustöðum, NEI TAKK!
Hjörtur var kvaddur með ofurlitlum þakklætisvotti frá Akureyrarbæ. Frá vinstri: Hlynur Már Erlingsso…

Starfaði við félagslega liðveislu í rúm 20 ár

Nú um áramótin lauk Hjörtur Herbertsson störfum sínum hjá Akureyrarbæ en hann hefur verið starfsmaður við félagslega liðveislu í rúm 20 ár. Félagsleg liðveisla er þjónusta fyrir fatlað fólk með það að markmiði að veita persónulegan stuðning og rjúfa félagslega einangrun. Hirti eru þökkuð góð störf með ósk um velfernað í framtíðinni.
Lesa fréttina Starfaði við félagslega liðveislu í rúm 20 ár
Staðgreiðsla 2018

Staðgreiðsla 2018

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur gefið út tilkynningu með upplýsingum um staðgreiðslu 2018 sem gildir frá og með 1. janúar 2018. Staðgreiðsluprósentur og þrep einstaklinga verða eftirfarandi: • 36.94% af tekjum 0 - 893.713 kr. • 46,24% af tekjum yfir 893.713 kr. Persónuafsláttur verður 53.895 kr. á mánuði. Tryggingagjald helst óbreytt 6,85%
Lesa fréttina Staðgreiðsla 2018
Fyrirkomulag útborgana um áramót

Fyrirkomulag útborgana um áramót

Fyrirkomulag útborgana um áramót er sem hér segir: Föstudagurinn 29. desember 2017. Eftirágreiddir: Fá greidd mánaðarlaun vegna desember ásamt yfirvinnu og álag fyrir tímabilið 13. nóvember – 12. desember 2017. Fyrirframgreiddir: Fá greidda yfirvinnu og álag fyrir tímabilið 13. nóvember – 12. desember 2017. Þriðjudagurinn 2. janúar 2018. Fyrirframgreiddir: Fá greidd mánaðarlaun vegna janúar 2018.
Lesa fréttina Fyrirkomulag útborgana um áramót
Jólakrónikan

Jólakrónikan

Jólakrónikan er komin út.
Lesa fréttina Jólakrónikan