Bókaáskorun Amtsbókasafnsins

Amtsbókasafnið á Akureyri birti á dögunum bókaáskorun á Facebook síðu sinni. Bókaáskorunin gengur út á það að hvetja fólk til þess að lesa a.m.k 26 bækur á árinu 2018. Stofnaður hefur verið Facebook-hópurinn #26bækur fyrir átakið en þangað eru allir áhugasamir velkomnir. Í hópnum getur fólk deilt með öðrum hvaða bækur það er að lesa hverju sinni, veitt hvatningu og fengið hugmyndir.

Bókaáskorunin hefur slegið í gegn og starfsfólk Amtsbókasafnsins afar hrært yfir stórkostlegum viðbrögðum. Í kjölfar mikils áhuga á áskoruninni sendi bókasafnið frá sér aðra áskorun sem er ætluð fyrir ungt fólk. Þar er skorað á unga fólkið að lesa 10 mismunandi bækur á árinu. Áskorarnirnar má sjá hér að neðan.

Bókaáskorun 26 bækur á einu ári

Bókaáskorun unga fólksins 10 bækur á einu ári

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan