Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan
Hvað er hægt að gera?

Hvað er hægt að gera?

Hugmyndabanki að uppákomum, fræðslu og öðru því sem stjórnendur og starfsfólk getur nýtt til að styrkja liðsheildina og efla andann nú þegar covid þreytan er farin að hafa áhrif á daglegt líf margra. Nokkur dæmi um það sem hægt er að gera með starfsmannahópnum:
Lesa fréttina Hvað er hægt að gera?
Mannauðsmoli: Jákvæð samskipti smita út frá sér

Mannauðsmoli: Jákvæð samskipti smita út frá sér

Sjaldan hefur þörfin fyrir góð samskipti verið meiri en nú. Jákvæð samskipti smita út frá sér. Gefðu góða gjöf með hlýju viðmóti.
Lesa fréttina Mannauðsmoli: Jákvæð samskipti smita út frá sér
Akureyrarbær hættir að senda launaseðla heim á pappír

Akureyrarbær hættir að senda launaseðla heim á pappír

Frá og með 1. nóvember 2020 mun Akureyrarbær hætta að senda launaseðla heim á pappír. Launaseðlar eru aðgengilegir rafrænt á starfsmannavef eg.akureyri.is. Með þessari umhverfisvænu aðgerð dregur Akureyrarbær verulega úr pappírsnotkun og sparar einnig töluverða fjármuni í pappírs- og sendingarkostnaði.
Lesa fréttina Akureyrarbær hættir að senda launaseðla heim á pappír
Um grímunotkun starfsfólks Akureyrarbæjar

Um grímunotkun starfsfólks Akureyrarbæjar

Fólk sem er í móttöku eða afgreiðslustörfum á vegum Akureyrarbæjar sem og starfsmenn heimaþjónustu skulu ávallt bera andlitsgrímur við vinnu sína. Allt starfsfólk Öldrunarheimila Akureyrar og gestir sem heimsækja íbúa heimilanna, eiga að bera andlitsgrímur og gæta hér eftir sem hingað til að sóttvörnum í hvívetna. Á vinnustöðum þar sem húsnæði hefur verið hólfaskipt í þágu sóttvarna, skal starfsfólk nota andlitsgrímur ef nauðsynlegt er að fara á milli hólfa.
Lesa fréttina Um grímunotkun starfsfólks Akureyrarbæjar
Teiknisamkeppni fyrir káta krakka

Teiknisamkeppni fyrir káta krakka

Stjórnsýslusvið Akureyrarbæjar efnir til teiknisamkeppni í tilefni barnamenningarhátíðarinnar á Akureyri. Kátir krakkar á öllum aldri eru hvattir til þess að taka þátt. Þemað er frjálst en þarf að tengjast Akureyri. T.d hvað þykir þér skemmtilegast að gera á Akureyri? Hvernig er ævintýralegur dagur á Akureyri?
Lesa fréttina Teiknisamkeppni fyrir káta krakka
Hlífðargrímur samhliða öðrum sóttvörnum

Hlífðargrímur samhliða öðrum sóttvörnum

Þeir starfsmenn sem verið hafa á ferðalagi innanlands á þeim svæðum þar sem smitum hefur fjölgað, eða eru viðvarandi há, eru beðnir um að fylgja þeim viðmiðum sem vinnustaður setur um fjölda þeirra daga sem starfsmanni ber að nota hlífðargrímu á vinnustað eftir að heim er komið. Þá er áréttað að hlífðargríma kemur ekki í stað almennra sótt-/sýkingarvarna
Lesa fréttina Hlífðargrímur samhliða öðrum sóttvörnum
Þjónusta Akureyrarbæjar á neyðarstigi

Þjónusta Akureyrarbæjar á neyðarstigi

Neyðarstig almannavarna vegna Covid-19 tók gildi á miðnætti, á sama tíma og hertar sóttvarnaaðgerðir. Íbúar Akureyrar eru eins og aðrir landsmenn eindregið hvattir til að sýna ítrustu varkárni í öllu sínu daglega lífi. Virk smit á Akureyri eru fá þessa stundina en það getur breyst á augabragði. Minnt er á að síðasta vor kom fyrsta bylgja Covid-19 til Akureyrar 1-2 vikum eftir að hún gaus upp á höfuðborgarsvæðinu og ekki er ástæða til að ætla að þróunin verði öðruvísi núna. Það er undir okkur sjálfum komið að sporna gegn því að þessi bylgja faraldursins verði mjög alvarleg á Akureyri.
Lesa fréttina Þjónusta Akureyrarbæjar á neyðarstigi
Enginn meiri- eða minnihluti í bæjarstjórn Akureyrarbæjar

Enginn meiri- eða minnihluti í bæjarstjórn Akureyrarbæjar

Kjörnir fulltrúar í bæjarstjórn Akureyrarbæjar hafa ákveðið að afnema minni- og meirihluta í bæjarstjórn það sem eftir lifir kjörtímabils. Markmiðið er að mynda breiða samstöðu vegna sérstakra aðstæðna í kjölfar heimsfaraldurs og í rekstri sveitarfélagsins. Ákvarðanir sem teknar verða munu hafa áhrif á reksturinn til langs tíma og telja kjörnir fulltrúar farsælast á þessum tímapunkti að standa saman að þeim verkefnum sem framundan eru. Helsta ástæða þess að bæjarstjórn telur þetta raunhæfan kost er að traust og virðing er til staðar á milli allra kjörinna fulltrúa auk þess sem mikill samhljómur er í grundvallar-stefnumálum við núverandi kringumstæður. Samhljómurinn felst í því að verja viðkvæmustu hópa samfélagsins, setja hagsmuni barna og ungmenna í forgang, blása til sóknar á íbúa- og atvinnumarkaði og stefna að því að rekstur sveitarfélagsins verði sjálfbær innan fimm ára. Áfram verður lögð áhersla á gagnrýna umræðu um málefni. Sú sviðsmynd sem blasir við í rekstri sveitarfélagsins er áður óþekkt. Að hluta til er um tímabundið ástand að ræða og eru kjörnir fulltrúar sammála um að nýta hagstæða skuldastöðu bæjarins og taka lán til framkvæmda. Samhliða lántöku er óhjákvæmilegt að grípa til hagræðingar til þess að ná sameiginlegu markmiði um sjálfbærni í rekstri. Á þessum tímamótum taka þeir flokkar sem áður voru í minnihluta við formennsku í skipulagsráði, frístundaráði, stjórnum Menningarfélags Akureyrar, Vistorku og Fallorku. Lagt er af stað í þessa vegferð í þeirri trú að með þessum hætti geti bæjarfulltrúar best þjónað því hlutverki sem bæjarbúar fólu þeim í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Bæjarstjórn Akureyrarbæjar
Lesa fréttina Enginn meiri- eða minnihluti í bæjarstjórn Akureyrarbæjar
Símenntun og starfsþróun starfsmanna - styrkir og sjóðir

Símenntun og starfsþróun starfsmanna - styrkir og sjóðir

Nú er fræðsla að fara á fullt á hinum ýmsu stöðum. Starfsmennt býður til að mynda upp á ýmis vefnámskeið á næstunni og hægt er að kynna sér þau inn á smennt.is. Félagsmenn í Kili og Sameyki geta sótt námskeið hjá Starfsmennt sér að kostnaðarlausu. Símey býður einnig upp á ýmis námskeið sem hægt er að skoða á síðunni þeirra. Einnig er hér frétt um námskeið sem eru félagsmönnum í Einingu-Iðju, Kili og Sameyki að kostnaðarlausu. Símenntun Háskólans á Akureyri bjóða einnig upp á fjölbreytt námskeið. Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki er kemur að símenntun og starfsþróun starfsmanna. Sum stéttarfélög eru aðilar að fræðslustofnunum og gefst þá félagsmönnum tækifæri á að sækja sum námskeið frítt. Á meðan önnur stéttarfélög bjóða upp á fræðsludagskrá fyrir félagsmenn. Dæmi um þjónustu fyrir félagsmenn stéttarfélaga: Kjölur mannauðssjóður - Félagsmenn Kjalar geta sótt um styrki í Mannauðssjóð Kjalar, þar er hægt að fá styrki fyrir náms- og kynnisferðum og fyrir fræðsluverkefnum. Nám og þjónusta Starfsmenntar - fræðsluseturs er félagsmönnum aðildarfélaga að kostnaðarlausu og eru Kjölur og Sameyki, stéttarfélag starfsmanna í almannaþjónustu með aðild að Starfsmennt. Sveitamennt veitir félagsmönnum Einingar-Iðju og öðrum aðildarfélögum sínum styrki til þess að þeir eigi kost á að sækja nám/námskeið með vinnu án verulegs kostnaðar. Mörg námskeið hjá Símey eru félagsmönnum Einingar-Iðju að kostnaðarlausu. Starfsþróunarsetur háskólamanna veitir félagsmönnum aðildarfélaga BHM styrki til náms og má þar nefna styrki vegna skólagjalda, námskeiðsgjalda og ráðstefnugjalda. Félagsmenn Kennarasambands Íslands sem eru virkir og greidd eru félagsgjöld fyrir geta sótt um styrki í endurmenntunarsjóði. Það á við um kennara á leikskólum, grunnskólum og í tónlistarskólum. Einnig er fræðslu- og kynningarsjóður og starfsþróunarsjóður fyrir annað háskólamenntað fólk sem eru í sambandinu. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu sambandsins hér. Hér hefur aðeins verið stiklað á því helsta en fleiri fræðslusjóðir eru til og hvetjum við starfsmenn til að kynna sér styrki hjá sínu stéttarfélagi. Stéttarfélög bjóða einnig upp á ýmsa aðra styrki sem hægt er að kynna sér á heimasíðum félaganna.
Lesa fréttina Símenntun og starfsþróun starfsmanna - styrkir og sjóðir
Fjölbreytt námskeið hjá SÍMEY á haustönn

Fjölbreytt námskeið hjá SÍMEY á haustönn

Nú er námskeiðshald að fara á fullt á hinum ýmsu stöðum. Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar (SÍMEY) býður til að mynda upp á fjölbreytt námskeið. Á haustönn eru mörg spennandi tómstunda- og vinnustaðatengdnámskeið sem eru félagsmönnum í Einingu-Iðju, Kili og Sameyki að kostnaðarlausu.
Lesa fréttina Fjölbreytt námskeið hjá SÍMEY á haustönn
Einelti, áreitni og hvers kyns ofbeldi

Einelti, áreitni og hvers kyns ofbeldi

Allt starfsfólk á rétt á því að komið sé fram við það af virðingu og að það hafi tækifæri til að sinna störfum sínum án þess að eiga á hættu einelti, kynferðislega áreitni, kynbundið áreitni eða annarskonar ofbeldi. Það er á ábyrgð okkar allra að líða ekki óæskilega hegðun á vinnustöðum Akureyrarbæjar og ef við verðum vör við slíka hegðun þá ræðum við málið og komum upplýsingum til yfirmanns eða annara sem geta tekið á málinu.
Lesa fréttina Einelti, áreitni og hvers kyns ofbeldi