Fólk sem er í móttöku eða afgreiðslustörfum á vegum Akureyrarbæjar sem og starfsmenn heimaþjónustu skulu ávallt bera andlitsgrímur við vinnu sína. Allt starfsfólk Öldrunarheimila Akureyrar og gestir sem heimsækja íbúa heimilanna, eiga að bera andlitsgrímur og gæta hér eftir sem hingað til að sóttvörnum í hvívetna. Á vinnustöðum þar sem húsnæði hefur verið hólfaskipt í þágu sóttvarna, skal starfsfólk nota andlitsgrímur ef nauðsynlegt er að fara á milli hólfa.
Leiðbeiningar um rétta notkun andlitsgrímna má finna HÉR.
Það er sjálfsagt og eðlilegt að gæta ávallt fyllstu varúðar. Virðum fjarlægðarmörk og fjöldatakmarkanir, notum hanska og grímur sé þess óskað. Munum að við erum öll almannavarnir og samstaða er besta sóttvörnin.