Framkvæmdir í Grímsey

Sundlaugin í Grímsey.
Sundlaugin í Grímsey.

Nú standa yfir miklar framkvæmdir í Grímsey, bæði við sundlaugina og hafnarsvæðið.

Í fyrra komu í ljós miklar skemmdir við sundlaugarbygginguna og í maí hófust því framkvæmdir við að endurnýja allt burðarvirki og klæðningar innan sem utan. Vonast er til að viðgerðum ljúki í byrjun júlí. Sundlaugin er Grímseyingum mikilvæg. Hún er opin fjóra daga í viku. Þetta er 12,6 x 6 metra innanhúslaug því hita þarf upp alt vatn í eyjunni. Einnig eru í húsinu heitur pottur, snyrtingar og sturtur.

Við hafnarsvæðið stendur Hafnarsamlagið einnig fyrir miklum framkvæmdum. Þar er verið að bæta í varnargarðinn og þarf að flytja alt grjót úr landi. Því til viðbótar var gamalli flotbryggju skipt út fyrir nýja í síðustu viku. Um 10 bátar eru gerðir út frá Grímsey en talsvert miklu fleiri þegar strandveiðitímabilið stendur yfir.

Í Grímsey hafa um 75 manns fasta búsetu.


Frá hafnarsvæðinu í Grímsey. Ný flotbryggja komin á sinn stað.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan