Mottumars í Grímsey

Kiwanisklúbburinn Grímur.
Kiwanisklúbburinn Grímur.

Mikil stemning hefur ríkt í Grímsey í marsmánuði þar sem karlmenn eyjarinnar hafa keppst við að safna yfirvaraskeggi í tilefni af Mottumars, árlegu átaki Krabbameinsfélagsins. Kiwanisklúbburinn Grímur tekur þátt í átakinu annað árið í röð og inn á vefsíðu átaksins - mottumars.is - má sjá árangur kappanna. Klúbburinn heitir eftir Grími nokkrum sem talinn er hafa verið fyrstur manna til að reisa sér bú í eyjunni. Auk þeirra félaga eru 14 einstaklingar skráðir til leiks í Grímsey og því mikil gróska í skeggsöfnun þeirra Grímseyinga.

Áheitasöfnun Krabbameinsfélagsins vegna Mottumars lýkur á hádegi á næstkomandi föstudag, 22. mars. Söfnunarfénu verður varið í að auka þekkingu íslenskra karlmanna á forvörnum gegn krabbameinum og að efla vísindarannsóknir. Þeir sem vilja heita á keppendur og leggja góðu málefni lið geta gert það HÉR.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan