Sólstöðuhátíðin var haldin í Grímsey um liðna helgi, þrátt fyrir frekar þungbúna spá rættist ágætlega úr veðrinu en miðnætursólin lét samt lítið fyrir sér fara.
Vel var bókað með ferjunni Sæfara frá Dalvik auk þess sem nokkrir bátar fóru sérferðir til eyjarinnar í tilefni af hátíðinni.
Á laugardagskvöldið buðu Kvenfélagskonur upp á veglegt 16 rétta sjávarréttahlaðborð í félagsheimilinu Múla og þar á eftir var stiginn dans.