Ný flotbryggja var flutt til Grímseyjar í fyrradag. Dráttarbáturinn Seifur dró flotbryggjuna frá Akureyri og tók ferðin um 8,5 klukkustundir til Grímseyjar.
Það er ekki stríður straumur ferðamanna til Grímseyjar yfir vetrartímann en þó koma alltaf einhverjir með flestum ferðum ferjunnar og með fluginu. Ferjan siglir fjórum sinnum í viku fram í maí og fimm sinnum yfir sumarið.
Grímseyingar láta ekki deigan síga og halda staðfastlega áfram vinnu við að klára byggingu nýrrar Miðgarðakirkju. Fyrr í vikunni var tekin staða á öllu efni sem tiltækt er og lokið var við að einangra kirkjuturninn.
Drífa Ríkarðsdóttir, 24 ára sem býr í Grímsey, gerði sér lítið fyrir og setti þrjú Íslandsmet í kraftlyftingum á Reykjavíkurleikunum sem haldnir voru 25.-29. janúar.