Lýðheilsuganga Ferðafélags Íslands í dag, 20. september, kl. 18:00

Vakin er athygli á lýðheilsugöngu Ferðafélags Íslands í dag, 20. september, kl. 18:00 – mæting við skrifstofu Ferðafélags Íslands, Strandgötu 23, í dag verður gengið um Kjarnaskóg.

Heilsuráð Akureyrarbæjar vill einnig vekja athygli á Lýðheilsugöngum Ferðafélags Íslands (FÍ) í september. Tækifæri fyrir vina- og vinnustaðahópa til slá saman heilsueflingu og skemmtun.

Á Akureyri verður farið frá skrifstofu Ferðafélags Akureyrar, Strandgötu 23, alla miðvikudaga kl. 18:00 í september (6/9, 13/9, 20/9 og 27/9). 

Í tilkynningu frá FÍ segir:

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands (FÍ) verða á öllu landinu nú í september og eru einn af hápunktunum í glæsilegri afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Göngurnar munu fara fram alla miðvikudaga í septembermánuði kl. 18:00. Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka  u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.

Þátttaka er gjaldfrjáls og er skráning hér á heimasíðu verkefnisins

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu verkefnisins: http://lydheilsa.fi.is/   

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan