"Bollað" í Grímsey

Mynd: Anna María Sigvaldadóttir.
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir.

Bolludagurinn er í dag og honum fagna landsmenn með ýmiskonar hætti. Grímseyingar eru þar engin undantekning og kl. 4.00 í nótt hittust grunnskólakrakkar Grímseyjar í félagsheimilinu Múla til þess að leggja á ráðin. Eftir stuttan fund lá leið þeirra í syðsta hús eyjarinnar þar sem haldið var rakleiðis inn í svefnherbergi húsráðenda og þeir “bollaðir”. Að þessari heimsókn lokinni tók sú næsta við og klukkutíma síðar höfðu krakkarnir heimsótt öll ólæst hús í Grímsey. Húsráðendur voru margir hverjir undirbúnir og verðlaunuðu gestina með sælgæti. Hefð er fyrir því að gefa frí í skólanum í Grímsey á bolludag í stað öskudags og krakkarnir geta því notið sælgætisins í ró og næði það sem eftir lifir dagsins.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan