Viðurkenningar og vinningar í Lífshlaupinu 2022

Starfsfólk Fræðslu- og lýðheilsusviðs. Til hamingju !
Starfsfólk Fræðslu- og lýðheilsusviðs. Til hamingju !

Nýlega afhenti heilsuráð Akureyrarbæjar viðurkenningar fyrir góðan árangur og enn þá betri frammistöðu vinnustaða í Lífshlaupinu.

Starfsmenn skrifstofu fræðslu- og lýðheilsusviðs komu, sáu og sigruðu báðar keppnir Lífshlaupsins, þ.e. var með flesta daga og flestar mínútur. Að launum fékk skrifstofa fræðslusviðs bikarana tvo eftirsóttu til varðveislu og nú til eignar eftir sigra þrjú ár í röð í báðum flokkum.
Heilsuráð vill líka hrósa starfsmönnum Giljaskóla, Krógabóls og Oddeyrarskóla fyrir flotta frammistöðu í Lífshlaupinu.

Í ár voru svo dregnir út 14 starfsmenn sem voru skráðir í Lífshlaupið og hlutu þrír þeirra árskort í Sundlaug Akureyrar, þrír fengu vetrarkort í Hlíðarfjall næsta vetur, átta hlutu vikukort í World Class. Haft verður samband við vinningshafa með tölvupósti.

Anna Guðlaug Gísladóttir - vikukort í World Class
Ásdís Guðmundsdóttir - vikukort í World Class
Elvar Freyr Pálsson - vikukort í World Class
Jóhanna Ásmundsdóttir - vetrarkort í Hlíðarfjall
Karen Ruth H. Aðalsteinsdóttir - árskort í Sundlaug Akureyrar
Katrín Pálmadóttir - vetrarkort í Hlíðarfjall
Laufey Elma Ófeigsdóttir - vikukort í World Class
Líney Elíasdóttir - vikukort í World Class
Rakel Ingólfsdóttir - vikukort í World Class
Thelma Eyfjörð - vikukort í World Class
Torfhildur Stefánsdóttir - vetrarkort í Hlíðarfjall
Vala Björt Harðardóttir - vikukort í World Class
Veronika Guseva - árskort í Sundlaug Akureyrar
Þórey Sjöfn Sigurðardóttir - árskort í Sundlaug Akureyrar

Heilsuráð óskar öllum ofan töldum til hamingju með góðan árangur og þakkar þeim fyrir að vera öðrum til fyrirmyndar og hvetur alla, líka land og þjóð til að halda áfram að hlúa að hreyfingu og heilsueflingu inn í sumarið og að eilífu.

Heilsuráð Akureyrarbæjar

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan