Nýlega afhenti heilsuráð Akureyrarbæjar viðurkenningar fyrir góðan árangur og enn þá betri frammistöðu vinnustaða í Lífshlaupinu og Hjólað í vinnuna.
Starfsmenn skrifstofu fræðslusviðs, undir dyggri leiðsögn fyrirliðans Dalrósar Halldórsdóttur komu, sáu og sigruðu báðar keppnir Lífshlaupsins, þ.e. var með flesta daga og flestar mínútur. Að launum fékk skrifstofa fræðslusviðs bikarana tvo eftirsóttu til varðveislu fram að næsta Lífshlaupi. Í ár voru svo dregnir út sex starfsmenn sem voru skráðir í Lífshlaupið og hlutu þrír þeirra árskort í Sundlaug Akureyrar eða þrír fengu vetrarkort í Hliðarfjall næsta vetur. Starfsmennirnir sex eru;
• Dagný Björg Gunnarsdóttir, FÉLAK
• Dagný Gunnarsdóttir, Síðuskóla
• Ester Einarsdóttir, ÖA
• Kristín Baldvinsdóttir, fjársýslusviði
• Kristinn Már Torfason, búsetusviði
• Linda Björk Tryggvadóttir, ÖA
Heilsuráð veitti fjórum stofnunum bæjarins viðurkenningar fyrir þátttöku í Hjólað í vinnuna, sem áttu það allar sameiginlegt að komast á lista yfir 10 efstu lið í sínum flokki á landsvísu (sjá sæti í sviga). Viðurkenningu heilsuráðs hlutu Heilsuleikskólinn Krógaból (#3), Síðuskóli (#4), Oddeyrarskóli (#8) og Lundarsel (#9). Flottur árangur hjá frábærum starfsmönnum og við þetta má bæta að næst flest lið voru skráð til leiks innan okkar sveitarfélags og var Akureyri þar langt á undan okkar samanburðarsveitarfélögum! Vel gert við!
Heilsuráð óskar öllum ofan töldum til hamingju með góðan árangur í þessum heilsueflingarverkefnum, þakkar þeim fyrir að vera öðrum til fyrirmyndar og hvetur alla, líka land og þjóð til að halda áfram að hlúa að hreyfingu og heilsueflingu inn í sumarið og að eilífu.
Góðar stundir og betra sumar!
Heilsuráð Akureyrarbæjar