Viðbrögð vegna eineltis, áreitni og ofbeldis á vinnustað

Samkvæmt niðurstöðum starfsmannakönnunar Akureyrarbæjar 2016 veit 24,4% starfsfólks ekki hvert það á að tilkynna einelti, áreitni hótanir og/eða ofbeldi á vinnustað.

Starfsmaður sem telur sig hafa orðið fyrir einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni eða ofbeldiá vinnustað, eða telur sig hafa rökstuddan grun eða vitneskju um slíka hegðun á vinnustað, skal upplýsa yfirmann, fulltrúa vinnustaðar í öryggisnefnd eða einhvern fulltrúa eineltisteymis (Halla Margrét Tryggvadóttir, sviðsstjóri Stjórnsýslusviðs (halla@akureyri.is), Birna Eyjólfsdóttir, mannauðsráðgjafi (birnae@akureyri.is), Inga Þöll Þórgnýsdóttir, bæjarlögmaður (er í námsleyfi), Katrín Björg Ríkarðsdóttir, aðstoðarmaður bæjarstjóra (katrinbr@akureyri.is),).

Á starfsmannahandbók er að finna verklag, leiðbeiningar, eyðublöð og annað sem málið varðar og hvetjum við alla starfsmenn til þess að kynna sér málið

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan