Verkefnisstjóri brothættra byggða

Helga Íris Ingólfsdóttir.
Helga Íris Ingólfsdóttir.

Helga Íris Ingólfsdóttir hefur verið ráðin verkefnisstjóri brothættra byggða fyrir Hrísey og Grímsey. Helga Íris var valin úr hópi margra hæfra umsækjenda en alls sóttu 13 um starfið. Helga Íris er 37 ára, fædd og uppalin á Dalvík. Hún er stúdent frá MA, lauk BSc prófi í umhverfisskipulagi frá Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri árið 2011 og stefnir á að ljúka meistaragráðu í skipulagsfræði frá sama skóla um næstu áramót.

Helga Íris er búsett á Dalvík en mun hafa aðstöðu á skrifstofu sveitarfélagsins í Hrísey. Helga hefur margskonar starfsreynslu sem nýtist henni í nýju starfi. Hún vann meðal annars á umhverfissviði Dalvíkurbyggðar í fimm ár og hefur reynslu af stjórnsýslunni og því að stjórna verkefnum sem ólíkir aðilar koma að. Helga er sérstök áhugamanneskja um íbúalýðræði og tækifæri fólks til þess að hafa áhrif á samfélag sitt og umhverfi.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan