Útborganir í lok desember og janúar

Miðvikudagur 30. desember 2015.
Í þessari útborgun verða greidd mánaðarlaun vegna desembermánaðar til þeirra sem eru á eftirágreiddum mánaðarlaunum.  

Einnig verður greidd yfirvinna og álag fyrir tímabilið 14. nóvember – 13. desember til allra sem eiga að fá greidda yfirvinnu og álag fyrir umrætt tímabil, þ.e. gildir bæði um fyrirfram- og eftirágreidda.

Mánudagur 4. janúar 2016. 
Greidd verða mánaðarlaun vegna janúarmánaðar 2016 til þeirra sem eru á fyrirframgreiddum mánaðarlaunum.

Laun verða greidd samkvæmt nýjum kjarasamningum í áðurnefndum útborgunum hafi félagsmenn samþykkt samningana. Þeir eru eftirtaldir:

  • Eining-Iðja (samningur samþykktur)
  • Kjölur, stéttarfélag í almannaþjónustu 
  • SFR, stéttarfélag í almannaþjónustu
  • Félag leikskólakennara (samningur samþykktur)
  • Félag stjórnenda leikskóla (samningur samþykktur)

Föstudaginn 15. janúar 2016 verður afturvirk leiðrétting frá gildistíma kjarasamninga greidd út í aukaútborgun og mun hún fylgja tekjuári 2015.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan