Úrslit í vinnustaðakeppni Akureyrarbæjar í lífshlaupinu

Stórfsmenn í Oddeyrarskóla taka á móti Lífshlaupsbikarnum
Stórfsmenn í Oddeyrarskóla taka á móti Lífshlaupsbikarnum

Vinnustaðakeppni Akureyrarbæjar í lífshlaupinu fór fram í annað sinn nú í febrúar þar sem 16 lið tóku þátt.

Að þessu sinni var það Oddeyrarskóli sem kom, sá og sigraði eftir harða baráttu við sigurvegara síðasta árs leikskólann Lundarsel.

Þess skal getið að Oddeyrarskóli var einnig í þriðja sæti á landsvísu sem er gríðarlega góður árangur.

Hér eru helstu niðurstöður í keppninni:

 

Sæti

Vinnustaður

Mínútur

Þátttökuhlutfall

1.

Oddeyrarskóli

1166,98

98,00%

2.

Leikskólinn Lundarsel

738,52

96,00%

3.

Fjölskyldudeildin á Akureyri

673,44

52,00%

4.

Leikskólinn Pálmholt

655,71

63,00%

5.

Ráðhúsið Akureyri

625,8

54,00%

       

Sæti

Vinnustaður

Dagar

Þátttökuhlutfall

1.

Oddeyrarskóli

15,47

98,00%

2.

Leikskólinn Lundarsel

12,17

96,00%

3.

Heilsuleikskólinn Krógaból

10,19

88,00%

4.

Leikskólinn Pálmholt

8,79

63,00%

5.

Ráðhúsið Akureyri

7,91

54,00%

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan