Úrslit í NORAK starfsmannagolfmóti

Liðsmenn efstu þriggja liðanna á mótinu ásamt nándar- og upphafshöggsverðlaunahöfum og úrdráttarvinn…
Liðsmenn efstu þriggja liðanna á mótinu ásamt nándar- og upphafshöggsverðlaunahöfum og úrdráttarvinningshöfum.

Miðvikudaginn 14. júní fór fram tólfta NORAK starfsmannagolfmót Akureyrarbæjar og Norðurorku.
Sólin skein á keppendurna sem margir hverjir náðu að nýta sér aðstæður og láta ljós sitt skína á golfvellinum.

Mótafyrirkomulagið var níu holu 3-4ra manna Texas Scramble auk þess sem það voru nándarverðlaun og keppt í lengsta upphafshögginu.
Í sigurliði NORAK 2023 voru þeir Steinmar H. Rögnvaldsson, Einar Valbersson og Ellert Örn Erlingsson.
Í öðru sæti urðu Bjarni Thorarensen Jóhannsson, Þorsteinn G. Gunanrsson og Kristján Snorrason.
Í þriðja sæti urðu Hermann Harðarson, Erla Hrund Friðfinssdóttir, Arnar Ólafsson og Pétur Freyr Jónsson.

Verðlaun í nándarkeppninni (næst holu) hlutu Steinmar H. Rögnvaldsson (45,5 cm) á 11. braut, Bibbi (5,35m) á 14. braut og Jónas Jónsson (7,59m) á 18. braut.
Sigurvegarar í keppni um lengsta upphafshöggið á 15. braut urðu Arnar Ólafsson og Inga Hrönn Einarsdóttir.

Í mótslok var svo veittur fjöldi úrdráttarvinninga og þakkar mótanefnd styrktaraðilum kærlega fyrir góðan stuðning.

Á meðfylgjandi mynd eru liðsmenn efstu þriggja liðanna á mótinu ásamt nándar- og upphafshöggsverðlaunahöfum og úrdráttarvinningshöfum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan