Úrslit í Lífshlaupinu 2024

Skrifstofa fræðslu- og lýðheilsusviðs hafnaði í 3. sæti í sínum flokki á landsvísu. Húrra!
Skrifstofa fræðslu- og lýðheilsusviðs hafnaði í 3. sæti í sínum flokki á landsvísu. Húrra!

Nýlega afhenti heilsuráð Akureyrarbæjar viðurkenningar fyrir góðan árangur og enn þá betri frammistöðu vinnustaða og stofnanna Akureyrarbæjar í Lífshlaupinu 2024.

Líkt og áður voru veittar viðurkenningar í þremur flokkum, fyrir flesta daga í Lífshlaupinu í flokki vinnustaða með 10-29 starfsmenn, 30-69 starfsmenn og 70 eða fleiri starfsmenn.

Skrifstofa fræðslu- og lýðheilsusviðs, heilsuleikskólinn Krógaból og Lundarskóli hlutu viðurkenningar í ár fyrir góðan árangur meðal stofnanna Akureyrarbæjar. Þessir vinnustaðir náðu líka góðum árangi á landsvísu. Í sínum flokkum á landsvísu hafnaði

  • Skrifstofa fræðslu- og lýðheilsusviðs í 3. sæti af 690 liðum í keppni vinnustaða með 10-29 starfsmenn,
  • Heilsuleikskólinn Krógaból í 12. sæti af 423 liðum í keppni vinnustaða með 30-69 starfsmenn, og
  • Lundarskóli í 4. sæti af 226 liðum í keppni vinnustaða með 70 starfsmenn eða fleiri (Giljaskóli var í 9. sæti í þeim flokki). Nánar um úrslit í Lífshlaupinu hér.

Heilsuráð óskar öllum ofan töldum til hamingju með góðan árangur og þakkar þeim fyrir að vera öðrum til fyrirmyndar og hvetur alla, líka land og þjóð til að halda áfram að hlúa að hreyfingu og heilsueflingu inn í sumarið og að eilífu.

Á meðfylgjandi myndum eru fulltrúar vinnurstaðanna sem hlutu viðurkenningar þetta árið.

Krógaból

Lundarskóli

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan