Menningarhúsið Hof býður menningarþyrstum íbúum landsins upp á tónleikaröðina Í Hofi & heim í desember og janúar.
Tónleikarnir fara fram á sviði Hamraborgar fyrir framan gesti í sal, fjöldinn takmarkast við gildandi sóttvarnarreglur hverju sinni, en þeim verður einnig streymt á mak.is svo áhorfendur geta haft það huggulegt og notið tónleikanna líka í sófanum heima.
Á þessari tónleikaröð verður kynslóðunum teflt saman. Ungt listafólk frá Akureyri kemur fram þekktu listafólki svo úr verður nýr og forvitnilegur vinkill um leið og kunnuglegheitin eru til staðar. Listafólkið mun flytja bæði þekkt lög og sín eigin svo allir fái að njóta sín.
3. desember kl. 20:00 Magni & Stefán Elí
10. desember kl. 20:00 Þórhildur & Alexander
14. janúar kl. 20:00 Friðrik Ómar & Eik
21. janúar kl. 20:00 Andrea & Einar Óli
Hvetjum starfsfólk til að gera sér glaða stund og njóta þessara flottu tónleikaraðar heima í stofu.