Tilnefning til Nýsköpunarverðlauna

María Guðnadóttir, meistaranemi í lýðheilsuvísindum
María Guðnadóttir, meistaranemi í lýðheilsuvísindum

Sumarið 2014 vann María Guðnadóttir, meistarnemi í lýðheilsuvísindum, að rannsókn á Eden hugmyndafræðinni og hlýleika á ÖA með styrk frá Nýsköpunarsjóði Námsmanna. Verkefnið er eitt fimm öndvegisverkefna sem tilnefnd voru til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands.

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands eru árlega veitt þeim námsmönnum sem hafa unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Verkefnin fimm, sem tilnefnd voru sem öndvegisverkefni Nýsköpunarsjóðs námsmanna 2015 eru eftirtalin, í stafrófsröð:

Aukin verðmæti úr vinnslu á karfa (Sebastes) - Rannsókn á efnasamsetningu og lífvirkni slíms úr karfaaugum. Nemandi: Friðrik Þór Bjarnason, Háskólinn á Akureyri. Leiðbeinandi: Rannveig Björnsdóttir. Verkefnið er unnið í samstarfi Háskólans á Akureyri og Matís.

Eden hugmyndafræðin og hlýleiki á öldrunarheimilum Akureyrar. Nemandi: María Guðnadóttir, nemandi við Háskóla Íslands. Leiðbeinandi: Halldór Sigurður Guðmundsson, Öldrunarheimili Akureyrar. (Hægt er að nálgast verkefnið hér og hlusta á stutt viðtal við Maríu á RUV 19. febr.- sjá á:  http://www.ruv.is/sarpurinn/mannlegi-thatturinn/19022015). 

Íslenskir þjóðstígar: stefnumótun um gönguleiðir á Íslandi. Nemandi: Gísli Rafn Guðmundsson. Leiðbeinendur: Björn Jóhannsson og Ólafur Árnason. Verkefnið er unnið í samstarfi EFLU verkfræðistofu og Ferðamálastofu.

Íslenskuþorpið; leið til þátttöku í samskiptum á íslensku. Nemandi: Edvardas Paskevicius, nemandi við Háskóla Íslands. Leiðbeinandi: Guðrún Theódórsdóttir, Háskóli Íslands.

Sjálfvirkt gæðamat augnbotnamynda. Nemandi: Benedikt Atli Jónsson, Háskóli Íslands. Leiðbeinendur: Einar Stefánsson, Gísli Hreinn Halldórsson, Róbert Arnar Karlsson og Sveinn Hákon Harðarson. Verkefnið er unnið í samstarfi Oxymap, Háskóla Íslands og Landsspítala-Háskólasjúkrahús.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan