Tilboð fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar á ,,Sek"

 

„Sek“ er nýtt, íslenskt leikrit eftir Hrafnhildi Hagalín. Þetta er magnað verk sem byggir á dómsmáli frá 19. öld. Lífsþræðir ábúenda og vinnumanns í Rifshæðarseli á Melrakkasléttu fléttast saman í örlagaríkum ástarþríhyrningi. Með því að styðjast við texta og tilsvör úr dómskjölum frá þessum tíma byggir höfundur upp spennandi atburðarás sem kemur sífellt á óvart.

Verkið var frumsýnt 4. október og hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda.

Leikfélag Akureyrar  býður starfsfólk Akureyrarbæjar velkomið á sýninguna „Sek“ 1. nóvember kl. 20:00. Miðaverð er einungis kr. 2.500 (almennt miðaverð er krónur 4.400). Verðið miðast við að 200 miðar séu keyptir.og eru 200 miðar í boði.

 

Skráning fer fram á netfanginu almarun@akureyri.is fyrir 24. október.

 

“Úr þessum efniviði öllum vinnur  Ingibjörg Huld Haraldsdóttir leikstjóri sýningu sem vekur sterkar tilfinningar, samúð og vorkunn, andúð og andstyggð, óhugnað og hrifningu og allt þar á milli.” Hólmkell Hreinsson, Vikudagur

“Verkið er áleitið í meira lagi og með þeim magnaðri sem sést hafa í íslensku leikhúsi á undanförnum árum.” Þorgerður E. Sigurðardóttir, Víðsjá

 Við höfum fært Borgarasalinn í nýjan búning.  Þar er tilvalið að fá sér hressingu fyrir og eftir sýningu enda er barinn opinn til kl: 23:00

Í samvinnu við Strikið getum við tekið á móti hópum fyrir sýningar. Þannig er hægt er að eiga notalega stund og njóta léttra smárétta og drykkja. Nánari upplýsingar um matseðil og verð hjá miðasölu LA og í síma 4 600 200

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan