Tilboð á styrktartónleika fyrir börn sýrlenskra flóttamanna

Líkt og flestum er kunnugt um er von á flóttafólki til Akureyrar á næstunni, að öllum líkindum nú í desember. Af því tilefni tók Rúnar Eff tónlistarmaður sig til og setti á fót styrktartónleika í Hofi n.k sunnudag 8. nóvember klukkan 16:00. Tónleikarnir verða hinir glæsilegustu með Hreimi í Landi og sonum, Magna Ásgeirssyni, Ernu Hrönn, Rúnari Eff og Stefáni Jakobssyni úr Dimmu, ásamt ungu tónlistarfólki frá svæðinu og kynnunum Sögu Garðars og Dóra DNA. Sjóðurinn sem hlýst af seldum miðum verður nýttur til þess að veita Sýrlenskum börnum og unglingum sömu tækifæri og þeim börnum sem hér búa fyrir hvað félagsstarf ýmisskonar snertir. Rauði krossinn mun að beiðni Rúnars halda utan um sjóðinn og sjá um úthlutanir.

Almenn miðaverð á tónleikana er 3.990 krónur en starfsfólki Akureyrarbæjar býðst nú að kaupa miðann á 3.500 krónur. Enn er töluvert um laus sæti á tónleikana en draumurinn er sannarlega að Akureyringar og nærsveitungar fylli Hof, njóti og styrki gott málefni í leiðinni.

Ef þið hafið áhuga á að kaupa miða á afslætti er hægt að senda póst úr vinnunetfangi á maria@mak.is

Hér má sjá viðburðinn á Facebook:
https://www.facebook.com/events/1688448894724335/

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan