Tilboð á jólatónleika með Swing Kompaníinu

Hljómsveitin Swing Kompaníið með Grétu Salóme í fararbroddi heldur jólatónleika Siglufjarðarkirkju þann 16. desember ásamt Kór Tónskóla Fjallabyggðar og svo í Akureyrarkirkju 17.des. þar sem Þórhildur Örvarsdóttir, Magni Ásgeirsson, Barnakór Akureyrarkirkju og Kirkjukór Akureyrarkirkju verða sérstakir gestir.

Starfsfólki Akureyrarbæjar býðst tilboð á viðburðina, þ.e. 15% afslátt af stökum miðum og 25% afslátt fyrir hópa (10 manns eða fleiri).

Tenglar á afslætti:

Hópa: http://bit.ly/hopatilbod

Stakir miðar: http://bit.ly/koraafslattur

Tónleikaförin ber yfirskriftina ,,Jólafönn” og er óhætt að fullyrða að þar sé eitthvað á boðstólnum fyrir alla. Einstaklega skemmtilegar og hressandi útsetningar á jólalögum í bland við hátíðleika skapa einstakan viðburð sem enginn má láta fram hjá sér fara.

Swing Kompaníið skipa þau Greta Salóme fiðluleikari og söngkona, Unnur Birna Björnsdóttir fiðluleikari og söngkona, Lilja Björk Runólfsdóttir söngkona, Gunnar Hilmarsson gítarleikari, Leifur Gunnarsson bassaleikari og Óskar Þormarsson trommuleikari.

Almenn miðasala er á þessari slóð http://j.mp/jolafonn2015 og er er almennt miðaverð 3500 kr. Tónleikarnir hefjast kl 20:30.

Swing Kompaníið má finna á Facebook: www.facebook.com/swingkompaniid/

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan