Kynnum rafræn skil á menntunargögnum í gegnum Þjónustugáttina.
Ath. Þessi frétt er einungis til fræðslu starfsmanna Akureyrarbæjar og kynning á Þjónustugáttinni. Núverandi starfsmenn eiga ekki að skila inn menntunargögnum.
Nýir starfsmenn Akureyrarbæjar sem ráðnir eru skv. kjarasamningi Einingar-Iðju eða Kjalar þurfa að skila skírteini vegna stúdentsprófs og/eða annars viðbótarnáms sem lokið er.
Nýráðnir faglærðir, kennarar, hjúkrunarnemar, læknanemar og iðjuþjálfanemar skila prófskírteinum ásamt námsyfirlitum og leyfisbréfum (þar sem við á) vegna fagnáms.
Hækkun vegna viðbótarnáms tekur gildi um næstu mánaðamót eftir að staðfesting berst til launadeildar.
Til þess að skrá menntunargögn hjá Akureyrarbæ er farið á þjónustugátt Akureyrarbæjar.
Nota þarf rafræn skilríki eða Íslykil við innskráningu í þjónustugáttina.
Smellt á umsóknir efst á síðunni
Undir ''Launa, mannauðs- og starfsmannamál'' er svo að finna eyðublað 12. Skil á menntunargögnum.