Þjónustugátt: Rafræn skil á starfsvottorðum.


Kynnum rafræn skil á starfsvottorðum í gegnum Þjónustugáttina.
Ath. Þessi frétt er einungis til fræðslu starfsmanna Akureyrarbæjar og kynning á Þjónustugáttinni. Núverandi starfsmenn þurfa ekki að skila inn starfsvottorðum.

Þegar starfsmaður hefur störf hjá Akureyrarbæ er mikilvægt að hann skili inn gögnum og upplýsingum til launadeildar.

Skila þarf starfsvottorði vegna persónuálags, þ.e. staðfestingu fyrri vinnuveitanda á starfstíma.

Hafi félagsmaður í Einingu-Iðju, Kili, Vélstjórafélagi Íslands eða Félagi skipstjórnarmanna starfsreynslu frá öðru sveitarfélagi er hún metin, óháð hvaða starfi hann gegndi þar.

Hafi starfsmaður starfsreynslu frá ríki eða úr fyrirtæki á almenna markaðnum er hún metin ef um er að ræða sambærilegt starf við það sem hann gegnir hjá Akureyrarbæ.

Fyrri starfsreynsla félagsmanna í fagstéttarfélögum er metin. Vegna veikindaréttar er tekið tillit til starfsreynslu frá ríki og öðrum sveitarfélögum.

Til þess að skrá starfsvottorð hjá Akureyrarbæ er farið á þjónustugátt Akureyrarbæjar.

Nota þarf rafræn skilríki eða Íslykil við innskráningu í þjónustugáttina.

Smellt á umsóknir efst á síðunni

Undir ''Launa, mannauðs- og starfsmannamál'' er svo að finna eyðublað 13: Skil á starfsvottorðum frá fyrri vinnuveitendum.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan