Þjónandi leiðsögn

Anthony M. McCrovitz, PhD., LMHC, BCPC. er háskólakennari og framkvæmdastjóri Globe Star í Indiana og starfar innan Gentle Teaching samtakanna sem sálfræðingur og fræðimaður.

Hugmyndafræðin Þjónandi leiðsögn var þróuð á níunda áratugnum af John McGee í Bandaríkjunum. Í Þjónandi leiðsögn byggja öll samskipti á virðingu og umhyggju og að skapa traust á milli einstaklinga og eru refsingar, líkamlegar eða andlegar aldrei notaðar til að ná fram breytingum.

Hugmyndafræðin hefur aðallega verið notuð í vinnu með einstaklingum með þroskahömlun og “hegðunarvandamál”. Undanfarin ár hefur hugmyndafræðin verið tekin í notkun á fleiri sviðum t.d. í vinnu með öldruðum.

Þungamiðja þjónandi leiðsagnar: Þátttaka okkar í lífi annarra hefur þann megintilgang að kenna, hlúa að og viðhalda reynslu þeirra og upplifun af tengslum, vináttu og því að vera hluti af samfélaginu.

Öldrunarheimili Akureyrar hafa í samstarfi við Búsetudeild Akureyrarbæjar, unnið að undirbúningi og innleiðingu Þjónandi leiðsagnar. Sú vinna hófst með skipulegum hætti í ársbyrjun 2014, þátttöku leiðandi starfsmanna í námskeiðum og ráðstefnum og nú síðast með áfangaskiptu innleiðingarferli og fræðslu til allra starfsmanna ÖA á árinu 2015.

Þess dagana tekur Anthony tekur þátt í þjálfun mentora á Akureyri. Hann hélt fyrirlestur fyrir mentora og aðra áhugasama á ÖA þar sem hann fjallaði aðallega um hvernig hægt er að aðstoða og kenna einstaklingum að þekkja og ná stjórn á  tilfinningum sínum með hugmyndafræði þjónandi leiðsagnar að leiðarljósi.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan