Þakkir til ykkar

Ljósmynd: María Helena Tryggvadóttir
Ljósmynd: María Helena Tryggvadóttir

Kæra starfsfólk Akureyrarbæjar,

Á þessum tímamótum, þegar hafin er aflétting sóttvarnaraðgerða í landinu, vil ég fyrir hönd bæjarstjórnar þakka ykkur öllum fyrir þá þrautseigju og útsjónarsemi sem þið hafi sýnt við afar krefjandi aðstæður síðustu tvö árin. Það er ekki sjálfgefið að fólk standi vaktina af þvílíkri elju og þið hafið gert og það ber að þakka.

Við erum bjartsýn á að bráðum komi betri tíð en þó veit enginn fyrir víst hvað dagarnir og vikurnar framundan bera í skauti sér. Viðbúið er að fyrsta kastið muni álag á framlínufólk verða umtalsvert en í ljósi þess hvernig við höfum tekist á við faraldurinn og afleiðingar hans fram að þessu, þá er ég þess fullviss að okkur muni í sameiningu takast að halda starfsemi sveitarfélagsins gangandi og tryggja velferð viðkæmustu hópanna, ekki síst barna og ungmenna.

Hafið öll sem eitt bestu þakkir bæjarstjórnar Akureyrar fyrir að hafa staðið keik í miklu mótlæti síðustu tveggja ára.

Bestu kveðjur,

Halla Björk Reynisdóttir,
forseti bæjarstjórnar

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan