Starfsmannakönnun

Fimmtudaginn, 3. nóvember 2016, var send út spurningakönnun til allra starfsmanna Akureyrarbæjar sem eru í meira en 30% starfshlutfalli. Könnunin var send á netföng starfsmanna en þeir sem hafa ekki netföng munu eiga þess kost að svara henni skriflega. Hafir þú ekki fengið könnunina senda hafðu þá samband við Ölmu Rún almarun@akureyri.is.

Í könnuninni er spurt um líðan, heilsu og starfstengd viðhorf starfsfólks sveitarfélagsins eins og undanfarin ár en í þetta skipti verður könnunin heldur styttri. Starfsfólk er vinsamlega beðið um að svara spurningalistanum eins ítarlega og það treystir sér til. Það tekur u.þ.b. 10-15 mínútur.

Könnunin veitir mikilvægar upplýsingar sem gagnast til að stuðla að bættu starfsumhverfi og uppfylla þannig markmið í mannauðstefnu og jafnréttisstefnu Akureyrarbæjar.

Í kjölfar fyrri kannana hefur verið gripið til ýmissa aðgerða. Niðurstöðurnar hafa verið nýttar við stefnumörkun, gerð verkferla og markmiðssetningu ásamt því að ýmiss útbótaverkefni hafa verið sett í gang. Komið var á laggirnar fræðslu um vellíðan á vinnustað og viðbrögð við einelti á vinnustöðum sem haldin er af innanhússfræðarateymi bæjarins. Einstakar deildir hafa unnið áfram með niðurstöður fyrri kannana t.d. með ítarkönnunum um afmarkað efni og viðtölum starfsfólk í þeim tilgangi að vinna að úrbótum á vinnustöðum

Könnunin er unnin í samstarfi við Hjördísi Sigursteinsdóttur aðjúnkt við Háskólann á Akureyri og mun hún sjá um að safna gögnum og vinna úr þeim.

Hafi starfsfólk spurningar eða lendi í vandræðum með að nálgast könnunina skal hafa samband við næsta yfirmann eða Ölmu Rún Ólafsdóttur verkefnastjóra á starfsmannaþjónustu (sími 460 1074/869 1805, tölvupóstur almarun@akureyri.is) eða Hjördísi Sigursteinsdóttur aðjúnkt við HA með tölvupósti á netfangið hjordis@unak.is.

Starfsfólk er hvatt til þess að svara spurningalistanum og leggja þannig vinnustaðnum lið og um leið stuðla að bættu starfsumhverfi fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan