Starfslýsingar

Samkvæmt mannauðsstefnu Akureyjarbæjar sem samþykkt var í bæjarstjórn 2016 er kveðið á um að gerðar verði starfslýsingar fyrir öll störf. Þær endurskoðaðar eftir þörfum en þó eigi sjaldnar en á fimm ára fresti.  

Í starfsmannakönnun Akureyrarbæjar sem lögð var fyrir í október 2016 svöruðu 77,1% starfsfólks því að til væru starfslýsing fyrir starf sitt. 13% vissi ekki hvort hún væri til og 9,7% sagði hana ekki vera til.

Starfslýsing gegnir mikilvægu hlutverki innan stofnana og fyrirtækja, hún er t.a.m. grundvallaratriði í auglýsingu starfa, er höfð til hliðsjónar í starfsþróunarsamtali og liggur til grundvallar starfsmati.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan