Starfslokanámskeið fyrir starfsmenn Akureyrarbæjar

Starfslokanámskeiðs verður haldið 9. og 10. maí næstkomandi fyrir starfsfólk Akureyrarbæjar og samstarfsaðila, sem náð hafa 60 ára aldri.

Markmið námskeiðsins er að hjálpa starfsfólki að undirbúa starfslok vegna aldurs, aðlaga sig breyttu lífsmynstri og stuðla að innihaldsríku lífi að starfi loknu. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.

 

Samstarfsaðilar: Akureyrarbær, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Sjúkrahúsið á Akureyri, Norðurorka og Háskólinn á Akureyri.

Staðsetning: Lionssalur á 4. hæð í Skipagötu 14.

Skráning: Skráning fer fram í gegnum netfagnið mannaudsdeild@akureyri.is

ATH. að síðasti skráningardagur er fimmtudagurinn 4. maí 2023 

 

 ATH. Skráningarfrestur hefur verið framlengdur til mánudagsins 8. maí kl 12:00

  

 

Dagskráin er sem hér segir: 

 

Dagur 1 – þriðjudagurinn 9. maí

 15:00 Inngangur um námskeiðið

Sigrún Björk Sigurðardóttir, mannauðsráðgjafi Akureyrarbæjar

15:05 Markviss hreyfing og heilsufar

Þóra Guðný Baldursdóttir, sjúkraþjálfari hjá sjúkraþjálfun Akureyrar

15:35 Líðan við starfslok: geðrækt á nýju æviskeiði

Eyrún Kristína Gunnarsdóttir, sálfræðingur hjá Metis sálfræðiþjónustu

16:15 Kaffi

16:30 Virkni á Akureyri í kjölfar starfsloka

Héðinn, Verkefnastjóri lýðheilsumála hjá Akureyrarbæ

17:00 Lokið

 

Dagur 2 – miðvikudagurinn 10. maí

 15:00 Lífeyrismálin

Lífeyrissjóðurinn Stapi - Jóna Finndís Jónsdóttir

Lífeyrissjóður starfsmanna Akureyrarbæjar - Arna Jakobína Björnsdóttir

Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins - Lilja Lind Pálsdóttir

Brú lífeyrissjóður - Þóra Jónsdóttir

16:15 Kaffi

16:30 Kynning á sjálfboðaliðastarfi Rauða krossins á Akureyri

Sóley Stefánsdóttir, verkefnastjóri í Eyjafjarðardeild hjá Rauða krossinum 

16:50 Að eldast vel

Arna Rún Óskarsdóttir, öldrunarlæknir á SAK

17:20 Lokið

 

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan