Starf og staða á launaseðli

Samkvæmt kjarasamningum er vinnuveitanda skylt að birta starfsheiti starfsmanna á launaseðlum eins og þau eru skilgreind í kjarasamningum.

Á launaseðlum hjá Akureyrarbæ eru þess vegna birt tvö starfsheiti annars vegar starf sem er starfsheiti samkvæmt kjarasamningi og hins vegar staða sem er starfsheiti samkvæmt starfslýsingu viðkomandi starfsmanns.

Staða er embætti/staða sem setin er af einum starfsmanni skv. starfslýsingu.

Dæmi: Hjúkrunarfræðingur Lögmannshlíð, Kennari Síðuskóla og Ritari Bæjarstjóra. Þetta eru starfsheiti sem notuð er dagsdaglega í allri umræðu og undir bréf t.d. Heiti á stöðu er hægt að breyta án mikillar fyrirhafnar eftir þörfum, en þó er þess gætt að ákveðið samræmi sé viðhaft milli hinna ýmsu stofnana.

Starf er yfirheiti yfir margar stöður og er þar stuðst við starfsheiti skv. kjarasamningi eða starfsmati sem launaröðun byggir á.

Dæmi: Hjúkrunarfræðingur Lögmannshlíð er í starfinu Hjúkrunarfræðingur 3 ásamt mörgum öðrum hjúkrunarfræðingum hjá Akureyrarbæ.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan