Skattkort lögð niður

Skattkort voru lögð af um áramótin. Breytingin felur í sér að í staðinn fyrir skattkortið kemur rafrænn persónuafsláttur og þurfa launþegar að fylgjast með ráðstöfun hans inni á vef ríkisskattstjóra.  Það er á ábyrgð launþega að miðla upplýsingum um nýtingu persónuafsláttar til launagreiðanda.

Nánari upplýsingar er hægt að finna inn á vef Ríkisskattstjóra:

https://www.rsk.is/einstaklingar/stadgreidsla/personuafslattur

Launþegi sem hefur störf hjá Akureyrarbæ eða breytir nýtingu persónuafsláttar þarf að senda tölvupóst á netfangið personuafslattur@akureyri.is um nýtingu persónuafsláttar eins og hér segir:

  • Nafn og kennitala
  • Vinnustaður/stofnun
  • Hvenær má byrja að nýta persónuafslátt 
  • Hversu hátt hlutfall persónuafsláttar má nýta hjá Akureyrarbæ
  • Á starfsmaður ónýttan persónuafslátt? Skila inn yfirliti frá RSK.
  •  Ónýttur persónuafsláttur 
    • Ef launþegi á uppsafnaðan persónuafslátt þarf hann að skila yfirliti yfir nýttan persónuafslátt á tekjuárinu. Launþegi sækir upplýsingar um nýttan persónuafslátt á þjónustusíðu RSK, www.skattur.is  og skilar inn til þjónustuanddyri Ráðhúss. 

Upplýsingar sem launþegi þarf að gefa vegna nýtingar persónuafsláttar maka: 

  • Nafn og kennitala launþega 
  • Vinnustaður/stofnun 
  • Nafn og kennitala maka 
  • Hvenær má byrja að nýta persónuafslátt
  • Hversu hátt hlutfall persónuafsláttar má nýta hjá Akureyrarbæ
  • Á starfsmaður ónýttan persónuafslátt? Skila inn yfirliti frá RSK.
  •  Ónýttur persónuafsláttur.
    • Ef maki á ónýttan persónuafslátt þarf að skila yfirliti yfir nýttan persónuafslátt hans á tekjuárinu. Launþegi sækir upplýsingar um nýttan persónuafslátt maka á þjónustusíðu RSK, www.skattur.is  og skilar inn til þjónustuanddyri Ráðhúss.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan