Samningur Fræðslusviðs og SÍMEY um Sterkari starfsmann

Sterkari starfsmaður er yfirskrift þriggja anna námsleiðar sem hefst í janúar 2018 fyrir starfsmenn grunnskóla Akureyrarbæjar, aðra en kennara. Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar annast skipulagningu námsins í samstarfi við fræðslusvið Akureyrarbæjar og grunnskóla sveitarfélagsins og ber ábyrgð á því í samræmi við hlutverk og verkefni fræðslu- og símenntunarstöðva.

Á fyrstu mánuðum þessa árs voru greindar þarfir fyrir fræðslu starfsmanna grunnskóla bæjarins annarra en kennara og niðurstöður þeirrar vinnu hafðar að leiðarljósi við skipulag námsins Sterkari starfsmaður, sem er ein af námsleiðum Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Í náminu verður annars vegar lögð áhersla á upplýsingatækni og hins vegar samskipti og sjálfstyrkingu. Hluti af verkefninu felst í að náms- og starfsráðgjafi frá SÍMEY býður starfsfólki grunnskólanna upp á ráðgjöf um Sterkari starfsmann og mögulegt viðbótarnám

Frétt um samninginn, og ofangreindur texti, birtist á heimasíðu SÍMEY 26. október síðastliðinn og lesa má fréttina í heild sinni með að smella HÉR.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan