Samfélagstíðindi - Jakobsvegurinn vinsæll á eyfirska safnadeginum

Eyfirski safnadagurinn fór fram á sumardaginn fyrsta með þátttöku 16 safna og sýninga við Eyjafjörð. Á Amtsbókasafninu kynntu hjónin Gísli Einarsson og Guðrún Hulda Pálmadóttir Jakobsveginn, sem þau gengu vorið 2017, alls 776.2 km. Þau ráku ferðasögu sína í máli og myndum en þema eyfirska safnadagsins í ár var ferðalög. Vel yfir 100 manns mættu á Amtsbókasafnið til þess að hlýða á kynninguna sem var afar fróðleg og skemmtileg.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan