Sameining dagþjónustunnar í Víðilundi og Hlíð

Fjölmennt var á fundinum
Fjölmennt var á fundinum

Starfshópur skipaður af Velferðarráði fékk það hlutverk í apríl 2013 að skoða samvinnu og / eða samþættingu dagþjónustu aldraðra í Víðilundi og í Hlíð. Niðurstaða hópsins var m.a. að stjórnun dagþjónustu yrði á einni hendi og stýrt frá Öldrunarheimilum Akureyrar. Dagþjónustan í Víðilundi tilheyrði Búsetudeild bæjarins um árabil og  dagþjónustan í Hlíð Öldrunarheimilum Akureyrar. Kom þessi breyting að hluta til 1. september 2014 og síðan endanlega 1. janúar 2015. Á öllu tímabilinu hefur verið unnið með starfsfólki á báðum einingum þar sem skoðað hefur verið hvernig framtíðarskipulagið eigi að vera m.t.t. að hámarka samlegð og auka gæði starfseminnar í heild.

Niðurstaða þessarar vinnu liggur nú fyrir og gengur út á að flytja dagþjónustuna úr Víðilundi í Hlíð. Með því náist samlegð sem skili sér í betri þjónustu við notendur, bættri nýtingu mannafla og húsnæðis. Áætlanir gera ráð fyrir að flutningurinn eigi sér stað fyrir áramótin.

Haldinn var fjölmennur fundur í gær þar sem fyrirhugaðar breytingar voru kynntar fyrir dagþjónustugestum og aðstandendum þeirra, alls mættu um 115 einstaklingar. Boðið var upp upp á kaffi og kleinur ásamt skoðunarferð um húsið. Viðbrögð fundarmanna voru jákvæð í garð væntanlegra breytinga.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan