Rafrænir launaseðlar, minni pappírsnotkun og meiri sparnaður

Frá og með 1. maí 2016 verður gert átak til að fækka heimsendum launaseðlum á pappír. Launaseðlar eru aðgengilegir rafrænt á starfsmannavef Akureyrarbæjar www.eg.akureyri.is.

Með þessari umhverfisvænu aðgerð dregur Akureyrarbær verulega úr pappírsnotkun og sparar einnig töluverða fjármuni í pappírs- og sendingarkostnaði.

Þeir starfsmenn sem ekki hafa nú þegar aðgang að starfsmannavefnum þurfa að sækja um lykilorð á www.eg.akureyri.is sem síðan er sent í heimabanka viðkomandi starfsmanns.  Hafi starfsmaður ekki aðgang að heimabanka er hægt að nálgast lykilorðið í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar í Ráðhúsinu að Geislagötu 9.

Leiðbeiningar vegna lykilorða fyrir starfsmannavefinn má finna HÉR.

Þjónustuanddyri Akureyrarbæjar svarar fyrirspurnum um aðgang að vefnum í tölvupósti; lykilord@akureyri.is eða í síma 460 1000.

Starfsfólk er hvatt til þess að nýta starfsmannavefinn, þar er að finna ýmsar upplýsingar auk rafrænna launaseðla, s.s. upplýsingar um orlof, veikindadaga og reikninga frá Akureyrarbæ.

Óski starfsmaður eftir að fá heimsenda launaseðla á pappír þarf viðkomandi að hafa samband við Starfsmannaþjónustu Akureyrarbæjar í síma 460-1060 eða í tölvupósti bjorgl@akureyri.is

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan