Ráðleggingar slökkviliðsstjóra varðandi jólaskreytingar

Ólafur Stefánsson slökkviliðsstjóri bendir á nokkur mikilvæg atriði varðandi jólaskreytingar í eftirfarandi pistli:

Nú er sá tími að við erum að setja upp jólaskraut og þar á meðal ljós og lýsingar af ýmsum toga til að létta okkur lundina og koma okkur í jólaskapið góða.

Af því tilefni, langar mig til að koma með nokkur varnarorð varðandi umgengni við þennan búnað.

  • Ekki setja meira álag á fjöltengin og rafmagnsleiðslurnar en ætlast er til. Það stendur á flestum seríum hvað þær taka mikla orku (wött) og ef þið eruð ekki viss, þá endilega leitið ráða hjá rafvirkja. 1000w er eitthvað sem ég myndi sjálfur miða við. 
  • Einnig þarf að passa að langar framlengingarsnúrur eiga ekki að vera uppgerðar í hönk þegar þær eru í notkun, það getur valdið bæði hitamyndun og einnig spani. Reynum frekar að dreifa úr þeim, ef þær eru lengri en þarf. 
  • Allar ljósaperur hitna við notkun, þó mismikið. LED perur hitna mjög lítið en þó eitthvað. Pössum okkur á að gera ráð fyrir þessu þegar seríur og ljós eru sett upp, það er að segja að nægilegt rými sé í kringum peruna til að hún nái að kæla sig. 
  • Búnaður sem við ætlum að nota þarf að vera í fullkomnu lagi. Ef að perustæði eru orðin brotin eða sprungin, leiðslur morknar og sprungnar eða fleira í þeim dúr, er best að henda og kaupa nýtt. 

Eflaust er margt fleira sem við þurfum að varast en það er í þessu sem svo mörgu öðru að ef skynsemin segir okkur að hugsa hlutina betur, þá er um að gera að hlusta á það.

Svo er bara um að gera að njóta þess að skreyta svolítið hjá sér með gleði í hjarta og hleypa inn birtu og yl.

Hér má finna upplýsingar á vef Slökkviliðs Akureyrar um eldvarnir á heimilum

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan