Persónuuppbót greidd út 1. desember

Akureyrarbær greiðir persónuuppbót til starfsmanna sinna þriðjudaginn 1. desember nk. Greitt er hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma síðustu 12 mánuði fyrir greiðsludag. Hafi starfsmaður gegnt hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skal hann fá greitt hlutfallslega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Upphæð persónuuppbótar er 118.750 kr.- miðað við fullt starf. Upphæð persónuuppbótar sjúkraliða er 113.024 kr.- miðað við fullt starf.

Athugið að upphæðin er misjöfn eftir kjarasamningum.

Kennarar í fullu starfi fá greidda annaruppbót 1. desember. Hafi starfsmaður gegnt hlutastarfi skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall og starfstíma. Við útreikning annaruppbótar 1. desember er miðað við að haustönn sé 4,25 mánuðir. Annaruppbótin 1. desember 2020 er 91.225 kr.- miðað við fullt starf.

Hægt er að skoða launaseðilinn sinn á rafrænu formi inn eg.akureyri.is eftir helgi.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan